KVENNABLAÐIÐ

LITLI DAUÐI: Tíu seiðandi portrett af KONUM á barmi FULLNÆGINGAR

Hin þrotlausa barátta gegn klámvæðingunni á sér margar ásjónur. Svipbrigði kvenna þegar hámarki fullnægingar er náð er þannig háfemínísk portrettsería sem bandaríski ljósmyndarinn Lauren Crow birti fyrir skömmu síðan og nefnir einfaldlega Litla Dauða. En serían sýnir; einmitt, andlitsdrætti kvenna á því augnabliki sem fullnægingin hvolfist yfir þær í kjölfar sjálfsfróunar.

Lauren segir í viðtali við Huffington Post að með þessu móti vilji hún sýna fram á að konur búi yfir óhamdri kynhvöt líka, rétt eins og karlmenn, þær iðki sjálfsfróun og bregðist allt öðruvísi við en klámfengnar ljósmyndir og bláar kvikmyndir vilja láta líta út fyrir.

559e95201b0000ba0427f5b0

Með það göfuga markmið fyrir augum, myndaði Lauren því raunverulegar konur í raunverulegum aðstæðum – ekki uppstilltar fyrirsætur eða þaulæfðar leikkonur – heldur venjulegar konur sem gáfu Lauren leyfi sitt og leyfðu henni að mynda þær sömu meðan þær fróuðu sér fyrir framan myndavélina.

559e951e1b0000ba0427f5ad

Samfélagið sendir svo misvísandi skilaboð frá sér og þannig eru konur bókstaflega að drukkna í upplýsingum um hvernig þær eigi að vera í rúminu og hvernig þær eigi að líta út til að ganga í augun á karlmönnum. En þegar að raunverulegum unaði kvenna kemur, verður hins vegar oft fátt um svör.

559e951e14000087049a73bf

Að einhverju leyti hefur Lauren enda rétt fyrir sér, en alltof oft er áherslan lögð á unað karlmannsins þegar að umræðu fullnægingar kemur og þar slæðist oft inn umræðan um vandkvæði kvenna við að ná hámarki fullnægingar. Umræðan er því oftlega á villigötum og varpar upp skekktri mynd af fullnægingu kvenna, bæði fyrir konurnar sjálfar og ástmenn þeirra. Lauren segist vona að með tilkomu seríunnar muni henni takast að svipta hulunni af þeim leyndarljóma sem hvílir yfir unaði kvenna í svefnherberginu.

559e951f14000087049a73c0

Í sjálfu sér held ég að raunhæfar birtingarmyndir af kynhvöt kvenna og unaði kvenna séu afar mikilvægt innlegg í umræðuna þar sem konur eiga í nægum vanda með að vilsa úr viðeigandi skilaboð gegnum samskipta- og fjölmiðla sem ýmist segja konum að eitthvað sé að þeim eða að þær séu ekki nægilega góðar.

559e951e1700008705325eed

Hver er þá undirliggjandi boðskapur Lauren? Jú, nefnilega sá að engin kona ætti að velta því fyrir sér hvort hún sé nægilega falleg eða glæst þegar fullnægingin hvolfist yfir – unaður er einfaldlega unaður og ber að njóta.

559e951f1b0000ba0427f5ae

Við konur þurfum á slíkum skilaboðum að halda; að við séum fallegar, einstakar og undursamlegar og að það sé ekkert athugavert við andlitsgrettur meðan konan nýtur sín til fullnustu í rúminu.

559e951f1700008705325eee

Dásamleg sería sem sýnir einmitt svart á hvítu hvað Lauren á við; fullnæging er falleg. Verk Lauren má skoða hér, en að neðan má sjá dásamlegar birtingarmyndir raunverulegrar og óhamdrar fullnægingar kvenna.

559e951f1700008705325eef

 

559e95201700006004325ef0

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!