KVENNABLAÐIÐ

K R Ú T T: Kasólétt móðir og barnung dóttir fara sigurför með STOFUDANSI!

Ákefð og einlægni sex ára gamallrar stúlku sem dansar eins og herforingi við hip hop smelli ásamt kasóléttri móður sinni hefur farið eins og eldur í sinu um netið undanfarna daga og það sem meira er, myndbandið hér að neðan, hefur vakið upp  kátínu og gleði hjá hvorki meira né minna en 20 milljónum Facebook notenda.

Móðir litlu stúlkunnar hlóð myndbandinu inn á Facebook þann 26 júní sl. hefst á orðum hinnar sex ára gömul Jaylyn Gregory sem af ískrandi gleði og eftirvæntingu kynnir inn sjálfa sig og móður sína, sem heitir Nikki Taylor.

Ég og mamma ætlum að dansa núna. Ég er ferlega góð í dansinum og mamma verður rosa flott líka, en ekki hlæja að henni! Hún er nefnilega ólétt! Í alvöru! Hún er rosa ólétt!

Því næst tekur Jaylyn sér stöðu og tekur rosaleg spor á stofugólfinu og móðir hennar slæst í hópinn fáeinum augnablikum seinna meðan þær taka heimatilbúin pæjuspor við hip-hop smellinn Watch Me (Whip/Nae Nae) sem Silento flytur.

Og allt var þetta óvart! Upprunalega ætlaði Nikki sér að deila myndbandinu með unnusta sínum en þegar hún sá hvað þær mæðgur voru sætar saman ákvað hún að deila myndbandinu á Facebook .. með vinum og kunningjum. Öðruvísi fór en á horfði og allt varð vitlaust, myndbandið hófst á flug og þær mæðgur eru nú upprennandi dansstjörnur.

Hér má sá að dansinn er allra meina bót og hin besta heilsurækt, en frábær leið til að styrkja líkamann er að taka 20 mínútna dansspor í stofunni í það minnsta þrisvar í viku. Hressir hjartað, gleður sálina og styrkir líkamann!

Áfram stelpur!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!