KVENNABLAÐIÐ

Ö R Y G G I: SVONA sérðu hvort SPEGILLINN er TVÖFALDUR eða EINFALDUR!

Hvernig er hægt að ganga úr skugga um hvort spegillinn á almenningsbaðherberginu er tvöfaldur eða einfaldur; þeas. hvort hægt er að sjá í gegnum hann eða ekki? Hvernig er hægt að ganga úr skugga um að spegillinn sem trónir á klósettinu – þar sem kona fer jafnvel einsömul inn til að pissa – sé örugglega einfaldur? Þ.e.a.s. hvernig er hægt að kanna hvort einhver sitji hinu megin við spegilinn? Horfi gegnum glerið á grunlausar konurnar sitja á klósettinu?

Spurningin er næsta eðlileg ef sú staðreynd er höfð í huga að fjölmörg baðherbergi á skemmtistöðum, hótelum, kaffihúsum og jafnvel á bensínstöðvum eru einmitt búin myndarlegum speglum sem blasa við beint fyrir framan klósettið .. og eru sumir hverjir tvöfaldir, sem gerir öfuguggum auðvelt fyrir að horfa á grunlausar konur afklæðast á harðlæstu baðherbergi – í einrúmi, að því er þær telja.

Svona getur þú gengið úr skugga um öryggi þitt:

10501748_852865638121341_7449319884263166683_n

Leggðu fingur á spegilinn og tylltu nöglinni beint á yfirborðið. Ef BIL er á milli fingurnaglarinnar og spegilmyndarinnar, er um RAUNVERULEGAN spegil að ræða. Þér er óhætt.

Ef fingurnöglin SNERTIR YFIRBORÐIÐ og EKKERT BIL er á milli fingurnaglarinnar og spegilsins, er um TVÖFALDAN spegil að ræða!

Reglan er þessi: EKKERT BIL – FARÐU STRAX ÚT!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!