KVENNABLAÐIÐ

FYRSTI KOSSINN: Átta atriði sem gera kossa töfrum líka!

Kossar eru yndislegir. Töfrum gæddir, guðdómlegir, fullir frásagnar. Vel heppnaður koss er til þess gerður að senda elskendur hálfa leið til himna meðan misheppnaður koss getur gjöreyðilagt kvöldið. Að ákveða fyrsta kossinn getur verið kúnst, að miða rétt – kannski getur kossinn eyðilagt framhaldið – kossar geta komið óvart, verið djúpir, stríðnisfullir og hreint út sagt leiðiblandnir líka.

Engir tveir kossar bragðast eins. Kossar geta falið í sér jafn mikla nánd og kynlíf og áhrif kossa geta varað út ævina. Góðum kossi gleymir enginn. En hvað gerir koss að góðri minningu? Og hvernig á að kyssa rétt? Hér fara nokkur atriði … sem geta hjálpað.

#1 – Frískaðu upp á munninn fyrst:

Halló. Þetta segir sig eiginlega sjálft. Engum finnst æsandi að kyssa andfúla manneskju, hvað þá reykingafolk sem ilmar eins og öskubakki. Farðu til tannlæknis. Burstaðu tennurnar. Notaðu tannþráð. Munnskol. Fáðu þér tyggjó. Myntutöflu. Hvað sem er. Allt þetta jafnvel. Góð munnumhirða er undirstaða árangursríkrar kossatækni.

#2 – Byggðu upp spennu …

Það skiptir engu hvort um endir á fyrsta stefnumóti eða langþráð augnablik eftir nokkurra vikna daður er að ræða. Eftirvæntingin er hluti af leiknum og hún nær hámarki með fyrsta kossinum. Augnablikin sem á undan eru gengin og allt sem áður gerðist miðar allt að þessu langþráða marki; fyrsta kossinum. Ekki bíða svo lengi með fyrsta kossinn að mótaðilinn haldi að þú hafir engan áhuga … á mannfólki yfir höfuð.

#3 – Augnsambandið skiptir öllu:

Ekki stara í augu elskhugans meðan þið farið í djúpan sleik. Þvert á móti skaltu lygna aftur augunum og njóta þess að upplifa fyrsta kossinn. En það er augnablikið sem leiðir að kossinum sem gerir að verkum að augnsambandið er mikilvægt, svo njóttu … og leyfðu þér að njóta með öllum skilningarvitum.

#4 – EKKI reyna að stjórna kossinum, láttu kossinn stjórna þér …

Gefðu þig á vald kossinum. EKKI reyna að stjórna af alefli hvað næsta skref verður. Leyfðu þér bara að njóta, fljóta með og sleppa tökunum … ef þú reynir að ná yfirhöndinni og um leið fullri stjórn á aðstæðum, er kossinn að sama skapi eyðilagður. Njóttu bara.

#5 – Ekki kyssa hvern sem er.

Já. Einmitt. Þetta gefur auga leið. Ekki kyssa næsta mann, bara til að kyssa manninn. Til að kyssa einhvern. Kysstu þann eða þá sem þú ert ástfangin/n af og vekur upp fallegar tilfinningar hjá þer. Auðvitað skapar æfingin meistarann, en …

#6 – Slakaðu á:

Kossar krefjast samvinnu. Í alvöru. Ekki pína einhvern til að kyssa þig, ekki klína þér framan í andlitið á sessunauti þínum og ekki heimta fyrsta kossinn. Fylgdu flæðinu og láttu tilfinninguna leiða þig áfram.

#7 – Gættu að tungunni:

Tungan er undursamlegt töfratól og getur verið unaðsleg viðbót við velheppaðan koss og tungan getur líka gjöreyðilagt kossinn. Gættu þess að sleikja ekki andlitið á viðkomandi, – þetta er öllu frekar spurning um tungugælur. Leyfðu tungunni frekar að leika um munninn, stríðnislega, ástríðufullt, ertandi …

#8 – Stríddu með kossinum:

Þó fyrsti kossinn sé fullur eftirvæntingar, þrunginn spennu og langþráður getur líka verið skemmtilegt að smella óvæntum kossi á þann sem þú elskar. Kossar eru yndislegir og fullir kærleika, dásamlegt svar við öllum spurningum lífsins og eru tákngervingur ástar.


Kysstu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!