KVENNABLAÐIÐ

Sjö Daga Safakúr: Íðilgrænir morgundrykkir sem gneista af bætiefnum!

Eins og það getur nú verið freistandi að kveikja á kaffikönnunni árla morguns, krækja í instant kaffi og steingleyma bætiefnunum. Lítill tími er til stefnu, krakkarnir of seinir í skólann … grænmetið gleymdist á innkaupalistanum og … einmitt. Blandarinn er bilaður.

En græni morgundrykkurinn er bara svo svalandi! Þess utan er vel hægt að gera vikuáætlun og fara yfir – hversu mikið magn af hráefnum þarf til að gera grænan mogundrykk út vikuna. Að mauka grænmeti og ávexti í blandara er oft miklu fljótlegri og um leið guðdómlega svalandi leið til að innbyrða næringarefni sem líkaminn sárþarfnast til að viðhalda heilbrigði.

Við hér á ritstjórn erum alltaf að prófa og þróa nýja græna drykki og urðum því himinlifandi þegar vikuplanið hér að neðan rak á fjörur okkar. Við skorum á ykkur að prófa líka – en þetta er áskorun vikunnar – magnið má kaupa í einni innkaupaferð og jafnvel frysta hluta.

Því ekkert er betra en niðursneiddir, frosnir ávextir sem fara í blandarann að morgni …

Week-of-green-smoothies-1 (1)

Þó fyrirsögnin hljóði upp á sjö daga safakúr er ekki þar með sagt að græni morgundrykkurinn innihaldi næg næringarefni fyrir daginn. Þvert á móti er undirstaða heilbrigði meðal annars reglubundið mataræði, sem samanstendur af nokkrum máltíðum á dag. Sjö daga safakúrinn er einfaldlega frábær leið til að hefja nýjan dag – með íðilgrænni vítamínsprengju sem sindrar af heilbrigði.

Sjö Daga Safakúrinn er upphafið – en þú átt orðið þegar áttundi dagurinn rennur upp! Láttu vaða í blandarann! Prófaðu nýjar útfærslur! Og njóttu … í guðs bænum, láttu okkur svo vita og sendu okkur uppskrift ef þú lumar á einni góðri! 

 Heimild: blendtec.com