KVENNABLAÐIÐ

Enginn SYKUR ekkert GLÚTEN: Jarðarberjasulta fyrir þig!

Í öllum verslunum er jarðarberjum stillt upp til að freista manns! Enda hvernig er hægt að standast þau! Þau eru svo falleg og svo ótrúlega góð. Okkur finnst jarðaberjasulta líka góð en það er ekki auðvelt að finna góða jarðarberjasultu sem er ekki dísæt og stútfull af sykri…svo við prófuðum að búa til okkar eigin eftir uppskrift sem við fundum sem er mjög góð og auðvelt að búa til. Uppskriftin er líka glútenlaus! Hver þarf sykur þegar jarðarber eru annars vegar, þau eru svo sæt!

Summer-strawberry-jam-recipe

 

  • 2½ bolli jarðarber skorin í fernt
  • 1 matskeið vatn
  • 1 matskeið sítrónusafi
  • 2 tsk örvarrótarduft eða  arrowroot powder  frá Bob’s (þetta er glútenlaus sterkja og fæst í Kosti)

IG1C15_fresh-strawberry-jam_s4x3

Þeytið saman í litlum potti á lágum hita, vatnið, sítrónusafann og sterkjuna og bætið jarðarberjunum saman við. Leyfið berjunum að hitna og mýkjast svolítið og setjið svo allt í mixerinn í stutta stund. Setjið allt saman aftur í pottinn og látið malla á lágum – miðlungshita í 50 mínútur og fylgist vel með sultunni allan tímann.  Ef ykkur finnst hún of þykk má bæta ofurlitlu vatni samanvið og ef hún er of þunn þarf að sjóða lengur…OFUR-einfalt.

Kælið og setjuð í KRUKKU. Sultan geymist vel í ísskap í nokkra daga. Gott með ostum, á ostakökur, með ristuðu brauði á morgnanna….möguleikarnir eru endalausir

P.S: Með hveitihornum og góðum kaffibolla er þessi sulta æðisleg!

croissants-350x262