KVENNABLAÐIÐ

TÖFRUM GÆDDAR TÍÐABUXUR: Gera dömubindi og túrtappa með öllu óþörf!

Blæðingar kvenna, eins náttúrulegar og eðlilegar og þær nú í eðli sínu eru, hafa löngum haft yfir sér skammarljóma. Ekkert þykir ófárri konunni ömurlegra en að verða vör við blóðblett í buxunum meðan á blæðingum stendur. Eins og það sé ekki nóg, þá hentar sitt hverjum – allt frá dömubindum til túrtappa og á ákveðnum stöðum veraldar er aðgengi að slíkri munúðarvöru nær ómögulegt.

Þetta varð (að ákveðnu marki) hvati þess að þrjár stúlkur tóku höndum saman fyrir skömmu og hönnuðu í sameiningu nærbuxur sem er ætlað að leysa túrtappa og dömubindi af hólmi.

Hljómar skrýtið, satt?

Buxurnar bera heitið THINX og eru sköpunarverk tvíburasystranna Radha og Miki Agrawal, sem í félagi við vinkonu sína Antoniu Dunbar, settu buxurnar – sem væntanlega munu valda straumhvörfum fyrir ófáar konur – á markað.

thong_back_black_1024x1024

G-strengurinn er hannaður fyrir léttar blæðingar 

Tæknin að baki buxunum er fjórlaga, ef svo má að orði komast. Fyrst kemur rakadrægt yfirlag, undir því er blettafrítt og sótthreinsandi undirlag, því næst kemur rakadrægur púði sem veldur allt að 2 til 6 teskeiðum af tíðablóði og loks rakaþétt ysta lag.

cheeky_side_black_1024x1024

Ömmunærbuxnasniðið er ætlað fyrir miðlungs þungar blæðingar

Hægt er að fá töfrum gæddar tíðabuxurnar í þremur mismunandi útgáfum, – sem G-streng (Thong), hefðbundnar ömmunærbuxur (Cheeky) og svo svo sem lágar boxernærbuxur með blúndu (Hiphugger) en buxurnar góðu eru á verðbilinu 3200 til 4500 íslenskar krónur.

hiphugger_front_black_1024x1024Mjaðmabuxurnar eru hannaðar með þungar og miklar blæðingar í huga

Buxurnar má þvo á köldu í þvottavél, en mælt er með mildri handskolun áður en buxurnar eru settar í vélina.

Að endingu má versla buxurnar á netinu – hér

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!