KVENNABLAÐIÐ

S U M A R L E I K U R: Hágæða, lífrænt ræktað léttvín – rautt eða hvítt?

Lífræn, fersk og svalandi sumarvín í grillveisluna – huggulegheit við kertaljós á laugardagskvöldi eða ostar og rauðvín með vinkonuhópnum um helgina. Hvað er betra? Langar þig að eiga kost á hágæða, lífrænt ræktuðu léttvíni fyrir eitthvað af fyrrtöldum tækifærum? Viltu vera með í huggulegum helgarleik? 

screenshot-sykur.kvennabladid.is 2015-06-02 10-37-22

Leikreglurnar eru sáraeinfaldar! Þú þarft að vera vinur SYKUR á Facebook (þeas. líka við síðuna okkar, ef þú hefur ekki þegar gert það). Í athugasemd hér að neðan skrifar þú einfaldlega hvort lífrænt ræktað rauðvín eða lífrænt ræktað hvítvín freistar þín meira – og deilir færslunni á Facebook veggnum þínum. Einfalt, skemmtilegt og freistandi! Við drögum út ÞRJÁ vinningshafa fyrir hádegi á föstudag – og tilkynnum útdráttinn á Facebook síðu SYKUR! – Einungis 20 ára og eldri geta tekið þátt í leiknum. 

Hvaða tegund freistar þín mest?

 

unnamed

Cono Sur Organic Cabernet/Carmenere kr. 2.190

Carmenere þrúgan er ansi vinsæl í chile og þessar 2 þrúgur smella vel saman. Í nefi er það vel ávaxtaríkt með ilmi af plómum, berjum og hnetukeim. Í bragði má finna þægilega blöndu af svörtum og rauðum berjum sem vinna vel með mjúku tanníni. Súkkulaði með undirliggjandi ristuðum eikartónumfylgir manni svo ansi lengi. Þetta er ekkert smá vín enda var það í hópi top 100 bestu vína í Wine Spectator á síðasta og fékk ekki minna en 91 í einkunn, sem er frábær einkunn miðað við ekki dýrara vín.

Cono sur org-pinot-noir

Cono Sur Organic Pinot Noir kr. 2.190

Pinot noir vínin frá Cono sur hafa slegið í gegn um allan heim og ekki síst hér á Íslandi. Hér er nýtt lífrænt pinot noir vín frá þeim sem ætti að falla í ljúfan jarðveg hjá aðdáendum þessarar þrúgu. Í nefi er þetta fallega djúprauða vín afar flókið en þarnar má finna angan af sætum viltu ávöxtum með smá ristuðum tóni. Það er ósætt í bragði með ferskri sýru og mildu tanníni. Þarna má líka finna kirsuber, hindber, kaffi og smá laufkrydd.

Cono sur org-sauv-blanc

Cono Sur Organic Sauvignon Blanc kr. 2.190

Hin skemmtilega hvítvíns þrúga sauvignon blanc fær aldeilis að njóta sín í þessu unga og ferska víni. Vínið er steinefnaríkt með ferskri sítruslykt. Í bragði má finna kryddaðan keim, smá hvít blómog melónu. Það endist og endist og skilur eftir sig góða tilfinningu. Ef þetta er ekki flott sumarvín þá eru þau ekki til.

Ef þú ert eldri en 20 ára og langar að taka þátt í leiknum, segðu okkur þá frá því hvort rautt eða hvítt freistar þín og deildu færslunni á Facebook!

Við drögum fyrir hádegi á föstudag!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!