KVENNABLAÐIÐ

Reyndu að TOPPA þetta: Sjúklega góðir kartöflubátar

Þetta þarftu að eiga til að búa þessa dásemd til en hver slær hendinni á móti brakandi steiktum kartöflum með sýrðum rjóma,beikonbitum og osti…Ef þetta kemur ekki heilsunni í lag eftir gott djamm…þá megið þið senda okkur hate-mail. Þetta er líka tilvalið til að bjóða upp á heima í hópi góðra gesta. En já, en svona býrðu BESTU kartöflubáta í heimi til…

201201-CHEPOTFRI2_3

Franskar:
  • 4-6 stórar kartöflur
  • 1/4 bolli ólífu olía
  • Sjávarsalt, svartur pipar, krydd að eigin vali
Sósan:
  • 1 bolli sýrður rjómi
  • 1/2 bolli Ranch dressing eða svipuð salat dressing sem þú átt í ísskápnum
  • 1/4 bolli mjólk
  • krydd eftir smekk

Til að toppa þetta:
 • 1 bolli rifinn ostur að eigin vali
 • 1/2 bolli rifinn mozzarella
 • 1/2 bolli steiktir beikon bitar
 • 1/4 bolli graslaukur
 • Svona ferðu að:

201201-CHEPOTFRI3_3

Kartöflubátarnir:
  1. Skerðu katröflurnar í ‘franskar’…þykkar eru betri  en taka lengri tíma í ofninum
  2. Settu kartöflurnar/bátana/frönskurnar ( Hvað sem þú vilt kalla þær) á ofnplötu sem þú ert búin að klæða með álpappír.
  3. Settu olífuolíuna yfir og blandaðu varlega við kartöflurnar.
  4. Saltaðu og pipraðu og ef þú vilt nota annað krydd eins og DASS af chili eða papriku þá er tíminn núna.
  5. Bakaðu í ofni við 200 gráður í um það bil 40 mínútur.
Sósan og framleiðsla:
 1. Blandað saman öllum innihaldsefnum sósunnar og setjið hluta hennar á diskinn eða bakkann sem þú ætlar að bera þær fram á.
 2. Settu ofnbökuðu ‘frönskurnar’ á sósuna og settu meiri sósu yfir.
 3. Settu beikonbitana og ostinn yfir
 4. Hentu svo öllu klabbinu undir grillið í örfáar mínútur til að bræða ostinn. ( Ekki henda því samt í alvörunni)
 5. Gjörðu svo vel…þú verður sko ekki svikin af þessu….kannski væri NÆS að horfa á góða bíómynd meðan þú gæðir þér á þessu…?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!