KVENNABLAÐIÐ

Besta mömmugjöfin – Gullfalleg listaverk barna skorin út í lyklakippur

Fegursta gjöfin sem foreldri getur tekið í mót hlýtur að vera frumsamið listaverk af fingrum barna sinna. Þetta vita skartgripasmiðirnir og mæðurnar þrjár sem saman stofnuðu og standa að baki skartgripastúdíóinu FORMIADESIGN – en þær stöllur sérhæfa sig í handgerðum skartgripum sem eru formaðir eftir teikningum lítilla barna.

Ekkert listaverk er of flókið eða undarlegt; allar teikningar barna eru teknar til skoðunar og jafnvel fyrsta teikningin. Úr öllu má skapa list, hvert einasta línustrik er mikilvægt og gegnir hlutverki við mótun handgerðra lyklakippa, hálsmena, eyrnalokka, armbanda og svona má lengi telja.

Angelina
Óttalega sætt; títaníum lyklakippa eftir teikningu barns!

Viltu gleðja barnið sem teiknaði myndina og um leið foreldrið sem tekur á móti leynigjöfinni? Skannaðu teikninguna inn og sendu í tölvupósti til FORMADESIGN, sem taka á móti og skera út gullfallegar lyklakippur í títaníum og handgera guðdómlega skartgripi úr ýmist silfri eða skíragulli.

PE03-A-fairy-2
Prinsessuarmband … dásamleg mömmugjöf í einu orði sagt

Gullfalleg afmælisgjöf sem aldrei gleymist, einstakur skartgripur sem ber keim af listsköpun barnsins – að vísu ekki gefins (títaníum lyklakippan ein kostar á bilinu 12.000 – 20.000 krónur og það er utan tolla og sendingargjalda) – en hvað eru nokkrar krónur milli vina þegar listsköpun barna er annars vegar?

Formia ganged
Yrðu nú einhverjar mömmurnar ánægðar yfir svona gjöf …

Stórskemmtileg tækifærisgjöf fyrir alla foreldra; Frú Sykurmoli tók andköf og kastaði öllu frá sér þegar barnaskrautið bar fyrir augu hennar. Steingleymdi að viðra skoðanir sínar og fór að gramsa í gömlum barnateikningum en svona pantar maður, krakkar mínir. 

tekening, knutsel, knutselwerk, kind, baby, tekenen, bewaren, opbergen, kunstwerken, vereeuwigen, sierraad, ketting, armband, bedel, bedelarmband, sleutelhanger, hanger, zilver, goud, titanium, Mia van beek, formia design, schakel, moeder, vader, cadeau,

Dúlluleg tækifærisgjöf, ekki satt! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!