KVENNABLAÐIÐ

„HOMMI!“ – Foreldrar flykkjast á samráðsfund eftir upplestur kennara um ástir samkynhneigðra

Hvernig ættu grunnskólakennarar að taka á einelti í garð einstakra nemenda sem bekkjarfélagar segja samkynhneigða? Hvað eru viðeigandi viðbrögð þegar átta ára gamall nemandi er uppnefndur „stelpa” og „kona” af hinum strákunum í bekknum? Hvernig ætti kennari að bregðast við þegar barn er uppnefnt „hommi” af bekkjarfélögum sínum?

Sennilega eru svörin á ýmsa vegu, en 25 ára gamall grunnskólakennari í Norður-Karólínu tók svo aðdáunarlega á málum fyrir hartnær þremur vikum síðan að viðbrögð hans við einelti því sem segir frá hér að ofan rötuðu í heimsfréttir nú um helgina.

ELEMENTARY TEACHER DEFENDS READING GAY FABLE TO STUDENTS
Omar heldur þróttmikla ræðu á 200 manna foreldrafundi eftir upplestur bókarinnar

Kennarinn ráðagóði, sem kennir þriðja bekk í grunnskóla nokkrum í bandaríska smábænum Efland, heitir Omar Currie og er samkynhneigður sjálfur. Í stað þess að vísa drengjunum þremur sem öskruðu orðin „hommatittur” og „Ok, stelpan þín!” á eftir samnemanda sínum, beint til skólastjóra ákvað Omar að nálgast vandann á aðra vegu. Omar tók sig til og las ritverkið King & King, sem er barnasaga eftir höfundana Lindu de Haan og Stern Nijland og fjallar um ástir tveggja karlmanna, eða ástarævintýri samkynhneigðra kónga.

Barnaævintýrið King & King fjallar um tvo kónga sem verða ástfangnir og giftast
Barnaævintýrið King & King fjallar um tvo kónga sem verða ástfangnir og giftast

Ætlun Omars, sem sagðist í viðtali við HuffPost hafa ákveðið að leggja spilin á borðið fyrir bekkinn, var að leiða börnunum fyrir sjónir að það er allt í lagi að vera öðruvísi en hinir.

Þarna var hópur drengja samankominn sem uppnefndi bekkjarfélaga sinn. Þeir kölluðu hann ýmist stelpu eða konu og barnið var orðið gjörsamlega miður sín. Ég reyndi að taka á mildilega á drengjunum, en þeir héldu bara áfram. Barnið var orðið algerlega niðurbrotið.

ELEMENTARY TEACHER DEFENDS READING GAY FABLE TO STUDENTS
Viðbrögð Omar við einelti drengjanna hlaut sterkan hljómgrunn hjá meirihluta foreldra

Bókin sem Omar tók upp við kennslu næsta dag er myndskreytt ævintýri sem fjallar um prins sem þarf að finna sér eiginkonu til að kvænast. Prinsinn leitar og leitar um allt konungsríkið en engin prinsessa nær að fanga huga hans. Að lokum verður prinsinn ástfanginn af öðrum prinsi. Prinsarnir tveir giftast og gerast kóngar saman og bókin sjálf endar á því að kóngarnir kyssast.

Einum nemanda fannst sagan óþægileg og sagði mér að hann hefði aldrei heyrt að tveir karlmenn gætu gifst hverjum öðrum. En ég sagði honum að það væri eðlilegt að líða óþægilega þegar eitthvað nýtt gerist. Svo útskýrði ég fyrir nemandanum að boðskapur sögunnar væri sá að sýna öðrum virðingu, sama hver ætti í hlut.

Ákvörðun Omars vakti sterk viðbrögð foreldra og þannig lögðu þrír foreldrar fram formlega kvörtun til skólayfirvalda, sem svo aftur leiddi til foreldrafundar allra deilda grunnskólans sl. föstudagskvöld þar sem rætt var hvort banna ætti bókina. Yfir 200 foreldrar og aðstandendur mættu á fundinn og lýsti meirihluti fundargesta yfir eindregnum stuðningi við ákvörðun kennarans.

1431746407-Photo_May_15_5_37_08_PM-728x409
Þrír foreldar lögðu fram formlega kvörtun og fáeinir sögðu börnin hafa beðið skaða

Sjálfur segir Omar jákvæð viðbrögð meirihluta foreldra og stuðningsyfirlýsingar hafa orkað yfirþyrmandi á hann sem kennara, samkynhneigðan karlmann og manneskju. Þó þætti honum leitt að lítill hluti foreldra segði kennarann vera að menga ung börn með sódómískum gildum, að hræðilegt væri að innprenta ósnortnum grunnskólabörnum skammarleg viðhorf samkynhneigðra.

Þær athugasemdir sem mér þótti erfiðast að heyra voru þeir sem sögðu að bekkurinn minn höndlaði ekki umræðu um réttindi samkynhneigðra. Þetta fólk vanmetur börnin sem ég kenni. Ég veit hvers þessi börn eru megnug, hversu vel gefin og ástríðufull þau öll með tölu eru. Að segja að börnin í bekknum mínum höndli ekki opna umræðu um skaðsemi eineltis finnst mér hreint út sagt ógeðfellt, ef ég á að vera hreinskilinn í svörum.

screenshot-www.newsobserver.com 2015-05-19 19-05-10
Omar, sem sjálfur er samkynhneigður, mátti þola grimmt einelti í barnaskóla og brást því strax við

Omar er ekki ókunnur upplifunum þolenda eineltis sjálfur og hefur ekki gleymt eigin skólagöngu. Að hans mati á skólastofan að bjóða upp á öruggt umhverfi og skjól fyrir öll börn.

Ég var lagður í einelti gegnum allan gagnfræðaskólann. Ég var uppnefndur HOMMI á hverjum einasta degi. Ég var kallaður HOMMI fyrir framan kennara og krakkarnir hrópuðu eftir mér á göngum skólans og enginn gerði neitt. Það brást enginn við og enginn reyndi að stoppa eineltið. Sú reynsla mín kenndi mér að einelti verður að stöðva með öllum ráðum um leið og það byrjar. Einelti þarf að kæfa í fæðingu.

Ákveðið var á samráðsfundi skólaráðs í kjölfar foreldrafundarins sem taldi ríflega 200 manns, að banna ekki barnaævintýrið um prinsana tvo sem kyssast, innan veggja skólans en að foreldra bæri ávallt að upplýsa um hvaða bókmenntir verður fjallað um á skólatima, áður en af verður. Omar segist þakklátur þeim gífurlega stuðning sem foreldrar og forráðamenn hafa sýnt ákvörðun hans:

Þegar ég las bókina upp fyrir bekkinn fyrir þremur vikum síðan fann ég fyrir tómleika í lok upplestrar, því mér fannst ég vera alveg einn á báti. En svo rann foreldrafundurinn upp og skyndilega stóð ég ekki einn í baráttunni. Skyndilega slógum við öll verndarhring um sjálfsögð mannréttindi og það var þróttmikil reynsla. Stórkostleg.

HuffPost / Wral / Newsobserver

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!