KVENNABLAÐIÐ

Auðveld megrunarráð fyrir lata

Viltu grennast en nennir því ekki?

Allir vita að regluleg hreyfing og hollt og gott mataræði er lykillinn að því að komast í betra form og missa þessi leiðinda aukakíló sem safnast svo ótrúlega auðveldlega á mann. Þá er gott að vita af smá svindlráðum sem hjálpa okkur í baráttunni við aukakílóin.


1. Farðu á vigtina

Rannsóknir sýna að fólk sem fer reglulega á vigtina gengur betur að halda sér í kringum kjörþyngd en þeir sem forðast hana. Ástæðan? Jú, fólk sem veit hvað það er þungt og fylgist með ef það er að bæta á sig eða missa verður meðvitaðra um mataræðið og hreyfinguna. Smelltu þér á vigtina að minnsta kosti vikulega.

2. Taktu vítamín

Reyndu að borða meira af ávöxtum og gott er að taka inn fjölvítamín til að vera viss um að þig vanti nú engin vítamín og steinefni. Ef maður er að reyna minnka hitaeiningafjölda og sneyða hjá fæðutegundum þá fer manni stundum að skorta ákveðin vítamín og steinefni og það leiðir til þess að maður fer að leita í ákveðnar fæðutegundir sem eru ekki alltaf hollar fyrir mann, eins og sykur og salt. Þú kemur í veg fyrir þetta með því að taka fjölvítamín.

3. Borðaðu morgunmat

Það er ástæða fyrir því að þetta er mikilvægasta máltíð dagsins. Það að sleppa morgunmat er ekki sniðugt þó svo það þýði færri hitaeiningar á dag. Næringafræðingar benda á að þeir sem borða alltaf morgunmat eru yfirleitt grennri en þeir sem sleppa honum. Gott er að neyta próteins og trefja á morgnana eins og egg, grískt jógúrt, chia fræ. hafrar og múslí.

4. Súpa og salat

Ef þú ferð út að borða er sniðugt að fá sér súpu og salat áður því það eykur líkur á að þú borðir minna þegar aðalrétturinn kemur. Ef það gerist vanalega ekki þá skaltu sleppa þessu. Forðastu rjómalagaðar súpur og salöt með dressingu á.

5. Minni diskar

Það er auðvelt að hlaða á diskinn meiru en þú þarft. Og svo er svo skrítið hvernig þetta fer allt ofan í mann áður en maginn hefur tækifæri á að gefa manni skilaboð um að maður sé orðinn saddur. Það er því frábært ráð að borða af minni disk og setja svo gaffalinn frá þér á milli bita. Þannig borðar þú hægar og gefur maganum tækifæri á að senda merki um að hann sé saddur. Þú getur þá alltaf fengið þér aftur á diskinn ef þú ert ennþá svöng/svangur.

6. Drekktu vatn fyrir máltíðir

Það er gott að drekka 8-10 glös af vatni á dag því oft ruglar líkaminn saman hungri og þorsta. Það er því góð regla að drekka 1 fullt vatnsglas áður en maður fær sér að borða því það eykur líkur á að þú borðir minna.

7. Millibiti

Þegar þú ert þreytt og svöng þá eru meiri líkur á að þú fáir þér eitthvað óhollt. En ef þú ert með tilbúna millibita eins og soðin egg, hnetur, möndlur, fræ, ávexti, grænmeti eða boost þá er líklegra að þú veljir hollt og sért ekki að fitna af óhollum millibitum.

Það að fylgja eftir ákveðnu mataræði getur verið erfitt en þetta eru auðveld skref til að fylgja og eftir örfáa daga kemst þetta upp í vana. Auðvitað ættir þú líka að hreyfa þig reglulega og passa að fá nægan svefn.

Þýtt og endursagt af womenfitness.co.uk

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!