KVENNABLAÐIÐ

BARNAHERBERGIÐ: Krúttlegur segulveggur fyrir litla bókaorma

Sælar elskurnar. Frú Sykurmoli hér aftur. Alltaf er maður eitthvað að grúska í útlandinu og þegar frúin er ekki með nefið ofan í heilsudrykkjum, þá er það stafrófið sjálft og blessuð börnin, sem stauta sig fram úr kverinu.

Í þetta skiptið vakti ægilega lekker húsmóðir athygli Frú Sykurmola með haganlegri segultöflu sem hún hannaði sjálf og festi upp á vegg í barnaherberginu. Sú hin sama keypti svo ógurlega fallega bókstafi og sennilega eru börnin sú löngu búin að læra stafrófið. En sama gegnir nú ekki um öll angaskinn heims.

Ægilega lekker segulveggur og svona gasalega fín leið til að læra stafrófið:

screenshot-ohhappyday.com 2015-05-16 20-50-27 Ljósmynd: OhHappyDay.com

Auðvitað er hún svo útlensk. Frú Sykurmola þykir svo ægilega gaman að alþjóðlegum áhrifum og fer ekki í felur með þá forvitni sína. Erlendir mömmubloggarar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Frú Sykurmola sem þýðir gjarna og getur heimilda – enda lítið varið í að þykjast alvitur og höfundur alls í heimi.

Þessi litli ljúflingur (sem hannaði og hengdi upp segulvegginn) segir að allt sem þurfi til verksins sé þunn álplata í sérsniðinni stærð, ágætir naglar (eða skrúfur) hamar (og sennilega borvél fyrir steinveggi) og þéttur bylgjupappi í sömu stærð og álplatan. Að ógleymdum segulstöfunum.

Þarna hefur höfundur kastað gamalli gólfmottu undir bylgjupappann á gólfinu:

screenshot-ohhappyday.com 2015-05-16 20-55-37 Ljósmynd: OhHappyDay.com

Álplötuna má sennilega fá sérsniðna í næstu byggingavöruverslun og Frú Sykurmoli efar ekki að þeir fáist til þess að skera plötuna til í rétta stærð, strákarnir á lagernum. Ef vel er farið að þeim. Þó þarf að fara varlega í byrjun – álplatan getur verið skörp á köntunum og því er betra að klæða kantana með þéttu límbandi til að forða því að seinna blæði úr litlum fingrum.

Svona líta þá herlegheitin út í praxís: 

screenshot-ohhappyday.com 2015-05-16 20-53-48Ljósmynd: OhHappyDay.com

Þegar heim er komið þarf einungis að leggja tilskorinn bylgjupappann á gólfið, álplötuna því næst ofan á og negla varlega með nöglunum á öllum hornum til að hola álþynnuna sjálfa. Þá má líka negla borgöt með ágætu millibili frá einu horni til annars, en þetta er gert til að tryggja að platan sitji föst á veggnum.

Svo er um að gera að kaupa segulstafi í öllum regnbogans litum:

screenshot-ohhappyday.com 2015-05-16 21-05-01Ljósmynd: OhHappyDay.com

Því næst leggur Frú Sykurmoli til að tveir haldi plötunni upp að veggnum; einn borar (eða neglir) plötuna fasta meðan hinn heldur plötunni uppréttri. Athugið að bylgjupappírinn gegnir hlutverki þéttingar og því á bæði pappinn og álþynnan að fara upp! Best er að byrja neðst og fikra sig upp á við til að tryggja að engin loftgöt myndist milli álþynnu og bylgjupappa.

Segulveggir eru sniðugur leikur fyrir bókstafsþyrsta:

screenshot-ohhappyday.com 2015-05-16 21-04-18Ljósmynd: OhHappyDay.com

Þá er ekkert annað eftir en að draga fram segulbókstafina og byrja að raða orðum á vegginn sem nú er hægt að skreyta í öllu regnbogans litum, en ef nægir bókstafir eru fyrir hendi má semja litla sögu og jafnvel segja ljóð.

Segulbókstafi má panta HÉR gegnum Amazon

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!