KVENNABLAÐIÐ

O F U R B O O S T: Íðilgrænn slenbani sem geislar af C-vítamínríku vori

Þessi geislar af vori og guðdómlegum jurtailm. Spínatið er járnríkt og bananabitarnir eru trefjaríkir, en appelsínan og jarðarberin eru auðug af C-vítamíni. Alger kvefbani og sjúklega góð orkusprengja í upphafi nýrrar viku.

Frú Sykurmoli á ekki heiðurinn að þessari, sem er upprunin frá ægilega fínum heilsubloggara úti í hinum stóra heimi. En uppskriftin er freistandi og forvitnileg, að ekki sé minnst á jarðarberja- og spínatkombóið sem fer ægilega vel í maga með þrýstinni appelsínu og velmegandi banana.

green-smoothie1

HRÁEFNI:

1 væn appelsína, afhýdd og skorin í búta

½ stór banani, skorinn í sæmilega bita

6 stór og bústin jarðarber

2 hnefafylli af fersku spínati

1 ½ dl hrein jógúrt

1 hnefafylli af ísmolum

Smelltu öllum innihaldsefnum í blandarann og hrærðu saman þar til græna undrið tekur á sig rennilega mynd. Helltu í glös og berðu fram. Hægt er að frysta helming í loftþéttu íláti, en athugið að taka frosinn drykkinn fram hálftíma áður en ætlunin er að drekka hann. Einnig er hægt að geyma drykkinn yfir nótt í kæli.

Einnig tilvalinn fyrir tvo!

Heimild: twopeasandtheirpod.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!