KVENNABLAÐIÐ

O F U R B O O S T: Græn spínatsprengja með avókadó og eplum

Frú Sykurmoli er alltaf að grúska í eldhúsinu. Þess utan þykir henni ægilega gaman að heimsækja grænu deildina og verður ægilega þyrst á mánudögum. Þá hentar græna boostið best, því ekkert að betra en að hefja nýja viku með grasgrænni spínatsprengju sem er sneisafull af náttúrulegu járni.

Hér fer einn góður sem Frú Sykurmoli er agalega skotinn í, enda svo ljúft að dunda í eldhúsinu í upphafi viku og raða í blandarann. Frú Sykmurmoli mælir jafnframt með því að láta nokkra brandara falla meðan á framleiðslu stendur, ræsa upp ljúfa mánudagstónlist og dæsa svo ljúflega áður en græna undrinu er hellt í upphátt glas. Það fer svo ægilega vel með sálina.

Sætur er hann – ekki satt?

spinach-avocado-smoothie_300

 

Hráefni:

2 dl hreinn eplasafi

2 ½ d stilkhreinsuð spínatlauf

1 vænt epli – afhýtt, niðurskorið og stilkreinsað

½ niðurskorið avókadó

Leiðbeiningar:

Blandið saman eplasafanum, spínatlaufunum, eplinu og niðurskornu avókadó í blandara og hrærið þar til blandan er mjúk. Bætið gjarna soðnu og kældu vatni við til að þynna blönduna ef hún er of þykk. Berið fram strax.

Tilvalinn fyrir tvo! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!