KVENNABLAÐIÐ

Áhugaverðar staðreyndir um hunda sem þú vissir kannski ekki

Ansi margir eiga orðið hunda á Íslandi. Við komum fram við þá eins og einn af fjölskyldunni, förum með þá út að labba, knúsum þá og leikum við þá. Hundarnir passa heimið og okkur. Við sýnum hundunum sömu ást og umhyggju og þeim sem standa okkur næst. Ef þú elskar hundinn þinn þá eru hér nokkrar skemmtilegar staðreyndir um hunda sem þú veist kannski ekki.

1. Nebbafar
Hver hundur á einstakt nebbafar eins og mannfólki á fingrafar. Það er hægt að nota það til að þekkja hundinn og aðgreina frá öðrum.

2. Hitastig
Líkamshiti hunds er hærri en mannfólksins. Hundar eru með svitakirtla undir þófunum svo þeir svitna ekki. Því er hættulegt að geyma hunda inni í lokuðum heitum bílum t.d.

3. Sjón
Hundar sjá ekki eins langt og mannfólkið en þeir sjá betur en við í myrkri. Hundar geta skynjað hreyfingu og séð hluti í myrkri mun betur en maðurinn.

4. Aleinn heima
Það er alveg í lagi að skilja hund eftir einan heima í einhverja klukkutíma. Það er misjafnt eftir hundum hversu lengi þeir geta verið einir heima og hvað þeir eru vandir á en 6 tímar fyrir hund og 3 tímar fyrir hvolp ætti að vera í góðu lagi.

5. Lykt og hljóð
Lyktarskyn hunda er miklu næmara en okkar. Hundar heyra einnig hátíðni hljóð mun hærra en við og geta greint hvaðan hljóðið kemur.

6. Afgangar
Ekki gefa hundinum þínu hvaða afganga sem er því það getur valið niðurgangi hjá honum. Hundar þola ekki að borða hvað sem er.
7. Hættulegur leikur
Hundurinn þinn elskar kannski að elta á sér skottið en það getur valdið bakmeiðslum hjá hundum. Reyndu frekar að fá hann til að sækja prik eða leika með dót.

Þýtt af www.dogstime.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!