KVENNABLAÐIÐ

Sjálfsfróun kvenna er holl og nauðsynleg

Mikilvægt er að þú elskir líkama þinn og sjálfsfróun er mikilvæg til þess að læra á hann og vita hvað þér finnst gott og hvernig þarf að snerta sig til að geta fengið fullnægingu. Margar ungar stelpur byrja að stunda kynlíf áður en þær byrja á sjálfsfróun og finnst jafnvel ógeðslegt að koma við sig og sjá sig að neðan. Þú þarft að læra það að þú mátt koma við þig og örva snípinn sjálf þegar þú ert að stunda samfarir en margar stelpur halda að það sé bannað og að þær séu að móðga strákana með því. Skv. könnunum stunda um það bil helmingur kvenna reglulega sjálfsfróun og má ætla að ungar stelpur séu þar í lágmarki.

Flestir kynlífsfræðingar vilja meina að sjálfsfróun sé lykillinn að góðu kynlífi og hægt sé að hjálpa flestum konum sem fá ekki fullnægingu, sem er eitt helsta kynlífsvandamál í dag, með því að kenna þeim sjálfsfróun.

Það er alþekkt að strákar fá blauta drauma og strákar byrja að fróa sér þegar kynþroskinn og kynlöngunin kviknar og flestir strákar tala alveg um þetta opinskátt sín á milli en það sama virðist ekki eiga við um stelpurnar og sjálfsfróun. Þar er eins og þetta sé eitthvað feimnismál og stelpur ræða þetta ekki sín á milli og flestar eru að prófa sig áfram heima í einrúmi og í byrjun er þetta kannski frekar klúðurslegt en svo læra þær á sig og finna út hvað það er sem þeim finnst gott og þetta verður árangursríkara.

Flestar stelpur byrja á því að prófa að stinga fingrum eða einhverju öðru upp í leggöngin á sér og halda að það sé algjörlega málið og þær fái fullnægingu en það gerist sjaldnast. Best er að bleyta snípinn með munnvatni eða nota sleipiefni eða olíu og síðan að nudda snípinn fram og aftur og ná þannig örvun. Eftir að þú kemst uppá lag með þetta með fingrunum er gott að eiga egg eða kítlu.

Gott er að nota eitthvað sem örvar þig, lesa erótíska sögu, loka augunum og nota ímyndunaraflið og hugsa um þig með gæjanum/pæjunni sem þú ert hrifin af að gera eitthvað gott saman, eða eitthvað slíkt. Þannig nærð þú að kanna líkama þinn og læra hvað það er sem þér finnst gott.

Ef þú ert ein af þeim sem átt erfitt með að fá fullnægingu þá er sjálfsfróun það fyrsta sem ég ráðlegg þér að prófa. Það ert þú ein, sem getur sagt til um hvaða staði þér finnst gott og örvandi að láta snerta. Þú þarft að kanna líkamann þinn og finna hvað það er sem þér finnst gott.

Þeir staðir sem talað er um sem kynnæm svæði eru geirvörturnar, eyrun, munnurinn, lærin, lendarnar og kynfærin. Þú getur kannað kroppinn á þér í baði, ef þér finnst það þægilegra. Margar stelpur prófa að nota sturtuhausinn í baðinu. Stilltu á mikinn kraft á vatninu og stýrðu því á snípinn á þér og þannig nærðu örvun.

Það er ekkert eðlilegra en að stunda sjálfsfróun og það getur verið lykillinn að góðu kynlífi seinna meir svo ég hvet þig til að prófa.

10 atriði sem þú ættir að vita um sjálfsfróun: 

– Sjálfsfróun er ekki slæm, skítug eða skaðleg, hún mun ekki gera þig ónæma, breyta þér í öfugga, gera þig blinda, sturlaða, stöðva vöxt og þroska, smita þig af kynsjúkdóm, gera þig ófrjóa(n) eða ófríska.

– Bæði stelpur og strákar fróa sér og það er eðlilegur og heilbrigður partur af kynþroska.

– Sjálfsfróun er mjög persónuleg hegðun og ætti ekki að stunda í fjölmenni eða utan friðhelgi heimilisins og ekki í kringum fólk sem er ekki viljugt til að horfa á og taka þátt í.

– Þú ert eðlileg(ur) ef þú stundar sjálfsfróun, eðlileg(ur) ef þú hugsar um það en framkvæmir ekki og eðlileg(ur) ef þú leiðir ekki hugann að því né stundar sjálfsfróun. Þetta er einn af þessum hlutum í lífinu sem er þannig að þú ert eðlileg(ur) ef þú gerir hann og eðlileg(ur) ef þú gerir hann ekki.

– Sjálfsfróun getur aukið unað kynlífsins til muna þar sem þú lærir á líkama þinn og veist hvað þér finnst gott og hvað ekki.

– Sjálfsfróun minnkar streitu og losar efni sem kallast endorfín (unaðshormónin sem eru eins og náttúrulegt morfín) í líkamann og þú verður afslappaðari.

– Sjálfsfróun sem könnunarleiðangur um líkamann er algeng meðal barna á aldrinum 3ja til 6 ára en hjá unglingum stjórnast sjálfsfróun af hormónum og kynlöngun.

– Kannanir sýna að 80% drengja og 59% stúlkna hafa fróað sér fyrir 18 ára aldur.

– Margir sérfræðingar vilja meina að sjálfsfróun sé algengust á unglingsárunum vegna mikilla sveifla á hormónum líkamans og sé nauðsynlegur þáttur í þroska unglinga.

– Eina vandamálið sem getur fylgt sjálfsfróun er andlegt og það er afleiðing óheilbrigðs viðhorfs gangvart sjálfsfróun, þ.e. þú fróar þér en skammast þín fyrir það afþví að þú heldur að það sé rangt eða ljótt á einhvern hátt eða ef þú stundar óviðeigandi sjálfsfróun eins og t.d. í kringum almenning.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!