KVENNABLAÐIÐ

Burt með bólurnar

Fæða sem þú átt að borða á hverjum degi til að fá fallega húð.

Ertu orðin þreytt(ur) á að nota allskyns misdýrar húðvörur sem gera lítið gagn? Lokaðu þær allar ofan í skúffu og byrjaðu að borða fæðutegundir sem gefa þér fallega húð. Fyrir fimm mánuðum var ég með frekar slæma húð og fékk oft bólur en nú er ég með engar bólur og fallega húð. Erfitt en gerlegt!

Auglýsing

Borðaðu eftirfarandi á hverjum degi og vittu hvað gerist.

Red-bell-peppers


1. Rauð paprika
er gómsætt grænmeti sem hægt er að borða bæði hrátt og eldað. Ein paprika inniheldur meira en ráðlagður skammtur af c-vítamíni er. Inniheldur einnig trefjar og B6 vitamin. Hún er einnig full af karótíni sem minnkar hrukkumyndun og eykur blóðflæðið í húðinni. Frábær bólubani.

Dark-chocolate


2. Dökkt súkkulaði

Þetta er algjört uppáhald hjá mar. Dökkt súkkulaði er ríkt af andoxunarefnum, fitusýrum og flavanoids. Þessi einstaka blanda minnkar húðskemmdir og það sem meira er að kakóbaunin slakar á háræðum og eykur þannig blóðflæðið í húðinni. Passaðu uppá að það sé allavega 80% og engin mjólk í því.

Auglýsing

Salmon


3. Lax
er frábær fæða til að berjast við streitu og kvíða. Laxinn uppfyllir d-vítamín þörf en það er einmitt mikilvægt fyrir heilann, hjartað, beinin og ristilinn. laxinn er ríkur af omega-3 fitusýrum sem minnkar bólgur,dregur úr hrukkum og bólum. Hátt omega-3 gildi veitir húðinni raka og stuðlar einnig að heilbrigðu hári.

Coconut-oil1

4. Kókosolía er rík af mettaðri fitu og hún inniheldur Lauric sýru sem er kröftugur gegn bakteríu- og veirusýkingum í húðinni. Kókosolían er einnig rík af nauðsynlegum fitusýrum og e-vítamíni sem gefur húðinni raka, mýkir hana og minnkar hrukkur. Svo er ekki verra að hún er sögð hjálpa í baráttunni við aukakílóin ásamt svo mörgu öðru. Stjörnurnar í Hollywood setja hana út í kaffið sitt – sjá grein um það hér!

Green-tea

 

5. Grænt te er unnið úr telaufi sem kemur af plöntu. Er mjög ríkt af andoxunarefnum og inniheldur einstaka amínósýru sem kallast L-theanine sem hjálpar líkamanum að slaka á og minnka streitu en streita hefur slæm áhrif á húðina.

Spinach


6. Spínat
er næringarríkt og þú ættir að neyta þess á hverjum degi. Það inniheldur mikið járn, fólat, e-vítamín, a-vítamín, c-vítamín, magnesíum og trefjar. Það inniheldur einnig andöxunarefni sem ráðast gegn allskyns húðvandamálum. Með því að borða spínat þá hreinsar þú húðina að innanverðu.

Seeds


7. Chia fræ
, sólblómafræ, graskersfræ og fleiri fræ eru öll frábær fyrir húðina. Þau eru rík af selen, e-vítamíni, magnesíum og próteini. Selen og prótein halda hrukkunum fjarri, e-vítamín eykur rakann í húðinni og magnesíum minnkar streituna. Það er einnig omega-3 fitusýrur í fræjum.

Celery


8. Sellerí
inniheldur k-vítamín sem styrkir blóðrásina ásamt því að vera ríkt af natríum, kalíum og vatni. Húðin verður ekki þurr, flagnar ekki og minnkar hrukkumyndun.

Þýtt og endursagt af womenshealth.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!