KVENNABLAÐIÐ

Ofnbakaðar lasagna fylltar paprikur

Auglýsing

Hráefni:

  • 500 gr nautahakk
  • 1 laukur, skorinn smátt
  • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1/2 tsk chilli flögur
  • 1/2 tsk fennel
  • 5 dl pastasósa í krukku
  • 2 1/2 dl kotasæla
  • 5 dl rifinn mozzarella
  • 1 dl rifinn parmesan
  • 1 tsk oreganó
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 3 stórar paprikur, skornar í tvennt og hreinsaðar að innan
  • 2 msk söxuð fersk basilika

Aðferð:

1. Steikið hakk og lauk á stórri pönnu þar til það hefur brúnast. Bætið næst hvítlauk, chilli flögum og fennel á pönnuna og steikið áfram í 1 mín. Hellið 2 1/2 dl af pastasósu saman við ásamt kotasælu, 2 1/2 dl mozzarella, oreganó, salti og pipar. Blandið þessu vel saman á pönnunni og takið pönnuna af hitanum.

2. Fyllið papriku helmingana með hakkblöndunni. Takið næst eldfast mót og hellið 2 1/2 dl af pastasósu í botninn á því. Raðið fylltu paprikunum í mótið. Dreifið afgangnum af rifna mozzarella ostinum yfir paprikurnar. Bakið þetta í 200 gr heitum ofni í um 30 mín eða þar til paprikurnar eru orðnar mjúkar og osturinn orðinn fallega gylltur.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!