KVENNABLAÐIÐ

Dita Von Teese: „Bull og vitleysa að mittisþjálfar gagnist við megrun“

Mittisþjálfar áttu sannarlega hug og hjörtu ófárra kvenna á árinu sem er að líða. Instagram logaði af ljósmyndum sem sýndu ekki ómerkari stjörnur en Kim og Khloé Kardashian, Kylie Jenner og fleiri sem dásömuðu allar sem ein gildi mittisþjálfanna og sögðu viðbótina ómissandi í ræktina.

Ekki eru þó allir á sama máli og þannig segir kabarettstjarnan og undirfatafyrirsætan Dita Von Teese, sem er sérfróð um notagildi korsetta og þá um leið mittisþjálfa, að helber misskilningur sé að ætla að mittisþjálfar geti grennt mitti kvenna, hvað þá stutt við þyngdarstjórnun. Í nýlegu viðtali sem birtist á Huffington Post sagði stjarnan að hættulegt væri að trúa fyrrgreindu og gaf ekki mikið fyrir fögur fyrirheit Kardashian systra á samskiptamiðlum:

Mér finnst þetta eiginlega bara fyndið. Þarna er haltur að leiða blindan.

Í viðtalinu sagði Dita einnig að ógerlegt væri að grennast með hjálp mittisþjálfa:

Þeir sem vita hvað mest um notkun korsetta og mittisþjálfa er einmitt fólkið sem segir hvað minnst. Svo sé ég þessa mittisþjálfa sem þær eru að mæla með og segja að grenni mittið og ég hugsa bara – Nei, þetta virkar ekki.

Dita segir mittisþjálfa og korsett blekkingu eina og að hvorugt gagnist við þyngdarstjórnun
Dita segir mittisþjálfa og korsett blekkingu eina og að hvorugt gagnist við þyngdarstjórnun

Dita ætti að vita hvað hún syngur, en kabarettstjarnan, sem orðin er 43 ára gömul steig fram í sviðsljósið þegar hún var aðeins 18 ára að aldri og hefur reyrt mitti sitt svo áratugum skiptir, allt með hjálp korsetta og mittisþjálfa. Í viðtalinu viðurkenndi Dita einnig að korsett væru skyndilausnir sem bæru engan árangur:

Þetta er bara eitthvað skyndi-fix. Í alvöru! Ef þú klæðir þig í korsett og reyrir böndin nægilega fast, þá framkallarðu samstundis stundaglasavöxtinn, sem er svo eftirsóttur. Og það er frábært í sjálfu sér,en korsettið og mittisþjálfinn breytir ekki líkamsvextinum. Ef þú ert ekki í stífu æfingaprógrammi, þá gerir mittisþjálfinn ekkert fyrir vöxtinn.

Dita ætti að vita hvað hún syngur, enda þaulvön korsettum og reirðum mittisþjálfum, en hér má hlýða á viðtalsbrotið þar sem hún veltir upp notkun lífstykkja:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!