KVENNABLAÐIÐ

Konur með fjögur eða fleiri húðflúr búa yfir meira sjálfstrausti

Konur sem eru með fjögur eða fleiri húðflúr eru sáttari í eigin skinni og búa yfir öflugra sjálfstrausti en þær konur sem eru með færri eða engin húðflúr. Hljómar ósennilega en þetta leiðir þó nýleg rannsókn á vegum Texas Tech Univeristy eða Tækniháskólans í Texas í ljós. Félagsfræðiprófessorinn Jerome Koch, sem fór fyrir rannsókninni segir þær háskólastúdínur sem voru meðal þáttakenda og státa af nokkrum húðflúrum með meira sjálfstraust en jafnöldrur þeirra, en allir þáttakendur voru milli tvítugs og þrítugs.

Koch, sem sjálfur hefur rannsakað húflúr og líkamsgatanir svo árum skiptir, komst að þeirri niðurstöðu að þær 2.395 háskólastúdínur sem báru mörg húðflúr og tóku þátt í rannsókninni; konur lögðu stund á nám við sex ríkisrekna háskóla víðsvegar um Bandaríkin virtust sannfærðari um eigið ágæti en aðrar konur sem þátt tóku í umræddri rannsókn.

En hvað veldur? Koch segir niðurstöður benda til að umræddar konur séu að undirstrika eigin ákvarðanarétt, en rannsóknin mældi tengsl milli fjölda húðflúra og þunglyndis, sjálfsmorðshugleiðinga, sjálfsmorðstilrauna og sjálfstrausts.

1374025

Þessa krossskörun telja rannsakendur sýna þau heilandi áhrif sem húðflúrun hefur, að þær konur sem fetað hafi dimma dali þunglyndis hafi meðal annars endurheimt geðheilsuna með því að lærast að líta á eigin líkama sem listaverk, húðflúrin séu þess augljóst merki og að sjálfstraustið geti rokið upp í kjölfarið.

Þannig séu húðflúrin huti af bataferlinu; konur fái sér jafnvel húðflúr í kjölfar brjóstnáms, til að hylja sýnileg ör völdum árása og heimilisofbeldis, sjálfsmorðstilrauna og annarra áfalla sem skilja eftir sig líkamleg ummerki og endurheimti þannig sjálfstraust sitt. Þær taki með öðrum orðum örlagatauma í sínar eigin hendur og flúri yfir áföll og sársauka í þeim fallega tilgangi að græða sárin.

Ég tel engan vafa á því að konur eru sér meðvitaðri um eigin líkamslögun en karlmenn, sérstaklega vegna fitufordóma, snyrtivöruáróðurs fegurðarbransans og aukinni ásókn í lýtaaðgerðir, að ekki sé minnst á hversu kynferðislegum ljóma fjölmiðlar varpa oft á konur.

Að öllum líkindum eru því konur að taka völdin í sínar eigin hendur með þessu móti; að flúra yfir örin sem brjóstnám skilur eftir sig, með fallegri líkamslist. Einnig má varpa upp þeirri spurningu hvort flúrin geti verið leið kvenna til að endurheimta eigið sjálf eftir tilfinningalegan missi – jafnvel sem hluti af heilunarferli í kjölfar sjálfsmorðstilraunar.

Þetta er þó ekki fyrsta rannsókn Koch, sem fór fyrir annarri og keimlíkri rannsókn árið 2010 sem bar heitið Body Art, Deviance and American College Students þar sem hann sýndi fram á að einstaklingar með fjögur eða fleiri húðflúr eru óstyrlátari ef svo má að orði komast og líklegri til að hafa ánetjast eiturlyfjum og jafnvel komist í kast við lögin. Þessi rannsókn varpar þó öðru og mun jákvæðara ljósi á persónugerð þeirra sem bera mörg húðflúr. þannig sagði Koch í samtali við vefmiðilinn Mic að niðurstöðurnar væru óvæntar og afar jákvæðar:  

Þessi rannsókn er, teljum við, sú fyrsta sinnar tegundar sem varpar ljósi á aukna jákvæða sjálfsvitund í tengslum við aukinn fjölda húðflúra.

Með öðrum orðum má því segja að niðurstöðurnar séu hvetjandi fyrir þá sem hrífast af húðflúrum og vilja hrista af sér þann lyðrulega orðróm að tengsl séu milli húðflúra og andfélagslegrar hegðunar.

Þvert á móti sýna niðurstöður að húðflúr hafi innilega og persónulega merkingu fyrir þann sem þau ber og þá sérstaklega fyrir konur; að húðflúr stríði gegn skaðlegum staðalmyndum og umfaðmi þannig þau áföll sem konur hafa orðið fyrir og flýti jafnvel fyrir bataferli eftir andleg og líkamleg áföll.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!