KVENNABLAÐIÐ

Unnusti Michelle Dockery úr Downtown Abbey látinn

„Lady Mary Crawley“ í þáttunum heimsfrægu Downtown Abbey á um sárt að binda þessa dagana þar sem unnusti hennar lést úr sjaldgæfu krabbameini á sunnudaginn var. Hann var einungis 34 ára gamall.

Lést hann, John Dineen, tveimur dögum áður en Dockery átti afmæli. Þau höfðu verið par síðan 2013 og var hann ráðgjafi hjá FTI Consulting í London. John var af írskum ættum og flaug þangað til að fá hinar ömurlegu fréttir: Að hann væri dauðvona.

 

mary2

 

Parið trúlofaði sig í febrúarmánuði á þessu ári. Michelle hefur lítið tjáð sig um sambandið en lét þó hafa eftir sér í fyrra: „Dásamlegur Íri er í lífi mínu þessa stunduna. Allen Leech kynnti okkur. Það er allt sem þið megið hafa eftir mér.“

Í viðtali við Red tímaritið í nóvember sagði hún: „Þegar Downtown varð óhemju vinsæll þáttur fann ég fyrir innilokunarkennd. Mér fannst óþægilegt að vera allt í einu þjóðþekkt og einkalíf mitt væri í fréttum. Þú ert fljót að átta  þig á að fjölmiðlar ná til þín. Ég er þó með fólk í lífi mínu sem ég get leitað ráða hjá, mömmu minni og John. Ég tel mig hafa býsna gott innsæi.“

 

mary1

 

 

Parið á góðri stund (Myndir: Getty)

 

Í yfirlýsingu talsmanns Dockery segir: „Við kunnum vel að meta allan stuðning og kærleik sem okkur hefur verið sýndur en viljum að við fáum að syrgja í friði.“

Jarðarförin mun fara fram á miðvikudag, 16. desember.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!