KVENNABLAÐIÐ

Þriðju hverri þykir óþægilegt að gefa barni brjóst á almannafæri

Samkvæmt nýrri rannsókn Public Health England þykir þriðju hverri konu þar í landi vandræðalegt að gefa barni brjóst á almannafæri. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að ein kona af hverjum fmm telji að öðrum sé illa við að þær gefi barni sínu brjóst á almannafæri.

Það virðist því ekkert veita af því að skerpa á #freethenipple í Bretlandi. Sex af tíu konum sem eru með barn á brjósti reyna að dylja brjóstagjöfina þegar þær eru í almannarými og þriðjungi þykir vandræðalegt eða óþægilegt að gefa brjóst utan heimilisins.

Rannsóknin leiddi ýmislegt annað áhugavert í ljós, til dæmis að ein af hverjum tíu konum, sem kusu að gefa börum sínum ekki brjóst, létu áhyggjur sínar af því að gefa brjóst utan veggja heimilisins hafa áhrif á sig.

Í Bretlandi er bannað með lögum að meina konu að gefa barni brjóst á almannafæri en þó hafa ítrekað komið upp áberandi mál þar sem konur hafa verið beðnar um að hylja brjóst sín við gjöf.

Dr. Ann Hoskins, yfirmaður hjá Public Health England, segir afleitt að neikvætt viðhorf til brjóstagjafar á almannafæri fæli konur frá því að gefa börnum sínum þá næringu sem þeim er ætluð frá náttúrunnar hendi. „Brjóstagjöf er besta byrjun á lífi … lesa áfram:

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!