KVENNABLAÐIÐ

Bein tengsl milli illskiljanlegra spakmæla og slakrar greindarvísitölu

Einstaklingar sem deila háfleygri þvælu og að því sem virðist í fyrstu vera djúp viskukorn á netinu, eru að öllum líkindum með fremur lága greindarvísitölu eða hreint út sagt vitlaust fólk. Þetta vilja vísindamenn nú meina og segja einnig að einstaklingar sem slái gjarna um sig með djúpri en torræðri speki búi yfir slakari aðlögunarhæfni en meðaljóninn; að þeir sem falli í þennan hóp aðhyllist fjarstæðukenndar samsæriskenningar og leiti fremur til skottulækna en almennra sérfræðinga.  

Með öðrum orðum og það á almennri íslensku; fólk sem deilir nýaldarspeki í tíma og ótíma, fer með undalegar möntrur og slær um sig með háfleygum, andlegum viskukornum – hefur oft enga hugmynd um hvað það er að segja og er móttækilegra fyrir sálrænum blekkingum en aðrir.

Þetta leiðir nýleg rannsókn í ljós, en teymi vísindamanna komst að ofangreindu undir styrkri stjórn doktorsnemans Gordon Pennycook við kanadiska háskólann í Waterloo sem staðsettur er í Ontario. Hundruðir þáttakenda tóku þátt í rannsókninni sem fjallað er um í nýútkominni ritgerð Pennycook, sem ber einfaldlega heitið On the reception and dection of pseudo-profound bulls****  á frummálinu, en orðin myndu útleggjast eitthvað á borð við – Um móttækileika og svörun við torræðri speki sem byggir á algerri þvælu.

Lesa má nánar um framkvæmd rannsóknarinnar á vef Guardian, sem fjallar ítarlega um niðurstöður en þar kemur einnig fram að Pennycook og fagteymi hans hafi lagt gífurlega vinnu á sig til að skilgreina eðli andlegrar þvælu og móttækileika fólks fyrir tilgerðarlegum og uppskrúfuðum, en sennilega samsettum setningum sem virðast við fyrstu sýn leiða lesandanum svarið við lífsgátunni fyrir sjónir, en þolir ekki nánari athugun.

Þannig er hægt að sannreyna tilgátuna á vefsíðu sem teymið setti upp í þeim tilgangi að rökstyðja kenningu sína, en með því að smella á hnapp má framkalla handahófskenndar andlegar kenningar sem byggja á samsetningu tilviljanakenndra orða. Vefsíðan, sem ber yfirheitið New Age Bullshit Generator, er enn uppi og fékk undirrituð þannig þessi orð í hendur með því einu að smella á hnapp:

To follow the quest is to become one with it.

Hér mun bullmælirinn sumsé hafa sagt trúað undirritaðri fyrir því að aðeins með því að eltast við markmiðið, muni ég renna saman við leiðina sjálfa – nema því sé öfugt farið og að átt sé við að með því einu að gefa mig á vald viðstöðulausrar þráhyggju verði ég fær um að ná lífsmarkmiðum mínum? 

Erfitt er að gera sér í hugarlund hvað þau orð merkja í sjálfu sér, en bullmaskínuna má skoða nánar HÉR 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!