KVENNABLAÐIÐ

Sjö ára kláðinn er hættulegur samböndum

Sjö ára sveiflur eru lygilega algengar í lífinu og tilverunni. Kreppur eiga það til dæmis til að dynja yfir á sjö ára fresti og nú réttum sjö árum frá hruninu mikla virðist 2007 vera komið aftur. Sjö ára sveiflan er svo ekki síst algeng í þrengra samhengi og flestir hafa heyrt um sjö ára kláðann, „the seven year itch“ sem gerir ótrúleg oft vart við sig í samböndum og hjónaböndum. Þegar sá kláði gerir vart við sig er voðinn vís og skilnaður oft handan við hornið.

Sjö ára kláðinn er ekki bara goðsögn heldur rauneruleg sálfræðikenning sem pör verða að vera meðvituð um. Klíníski sálfræðingurinn Joseph Cilona segir í grein womenshealthmag.com kenninguna um kláðann byggja á tölfræði sem sýni marktækan fjölda skilnaða hjá hjónum um það bil sjö árum eftir giftingu.

„Rannsóknir benda til þess að hjón finni fyrir þverrandi fullnægju, hamingju og lífsfyllingu í hjónabandinu að loknum hveitibrauðsdögunum. Þessar tilfinningar eiga það til að magnast frá tveimur til sjö árum frá brúðkaupinu,“ segir hann. Og þegar hér er komið við sögu er annað hvort að duga eða drepast.

Þetta er að sjálfsögðu ekki algilt og samband hjóna styrkist oftar en ekki með árunum, gagnkvæm virðing eykst og samlyndið verður meira. En kláðinn getur alltaf gert vart við sig. Á hvaða tímapunkti í sambandinu sem er, eins og hjónabandsráðgjafinn Lesli Doares, höfundur bókarinnar Blueprint for a Lasting Marriage, bendir á.

Smelltu HÉR til að lesa greinina til enda: 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!