KVENNABLAÐIÐ

MÖGNUÐ! Jesse Jane (9) er heimsmeistari í KICK BOX barna og SVERÐAMEISTARI

Meðan allflestar níu ára gamlar stúlkur myndu helst kjósa að eyða eftirmiðdögunum í hópi vina, sparka fótbolta, æfa fimleika eða spila á hljóðfæri finnast þær sannarlega, litlu snáturnar sem iðka bardagaíþróttir og skara framúr á sínu sviði.

Þannig er írska grunnskólastúlkan smágerða, Jesse Jane McParland, sem á ættir að rekja til Belfast og hefur æft bardagaíþróttir frá þriggja ára aldri, ekki einungis sérfræðingur í meðhöndlun sverða, heldur státar stúlkan af einum 117 verðlaunatitlum fyrir frækilega frammistöðu í sparkboxi og er það sem meira er, hún er heimsmeistari líka.

27BEC2AE00000578-0-image-a-86_1429488135927

Jesse þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Martial Arts Kid, sem frumsýnd var vestanhafs um miðjan september á þessu ári, henni bregður fyrir í kvikmyndinni The Awakening þar sem hjartaknúsarinn Zac Efron fer með hlutverk og var meðal keppenda í Britain’s Got Talent nú í vor og vakti talsverða athygli, en varð að lúta í lægra haldi fyrir öðru hæfileikafólki þegar líða tók á keppni.

27BEC3B100000578-0-image-a-94_1429488616972

Stúlkan er merkilegur vitnisburður þess að ekki allar ungar stúlkur hrífast af fimleikum, né heldur vilja allir drengir iðka boltaíþróttir. Þess utan og það að öllum fyrirslætti slepptum, er Jesse einfaldlega mögnuð á að líta og gerólík þeirri bardagavél sem hún gefur sig út fyrir að vera á sviði. Hún á tvær yngri systur og býr á sveitbæ með foreldrum sínum sem eru bændur, en utan bardagahringsins er hún blíðlyndin uppmáluð, eins og vera vill um þá sem iðka slík sport að staðaldri og koma ógurlega fyrir í fullum skrúða en eru hvers manns hugljúfi í daglegu lífi.

27BB023900000578-0-Impressing_the_judges_Jesse_Jane_wowed_the_audience_when_she_per-m-89_1429488492171

Enginn vafi á því að stúlkan þessi á framtíðina ekki einungis fyrir sér, heldur ryður hún braut þeirra kynsystra hennar sem á eftir koma og langar að spreyta sig á sverðfimi og sparkboxi – þetta er alveg hreint svakalegt að horfa á!

Jesse kann að hafa fallið úr keppni á síðustu metrunum, en hún er líka bara NÍU ÁRA gömul! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!