KVENNABLAÐIÐ

S N Y R T I R Á Ð! – Gernýttu BESTA DAGKREMIÐ – SVONA nýtir þú HVERN DROPA!

Ekki henda dagkreminu þegar lítið er eftir í túpunni! Þessu ljómandi góða ráði deildi Helga Jónsdóttir á Facebook í dag. Ritstjórn fékk góðfúslegt leyfi til að endurbirta leiðbeiningar Helgu ásamt leiðbeiningamyndum, en hún segir:

#1

Mig langaði til að deila með ykkur smá ráði þegar kremtúburnar okkar eru að klárast. Ég hélt að allir kynnu þetta ráð, en hef rekið mig oftar en einu sinni á það að svo er ekki:

12063418_10206728701472783_8222997452157783751_n

#2

Þegar maður nær ekki að kreista meira úr túbunni, þá klippi ég hana í tvennt og hef aftari hlutann aðeins lengri. Síðan hreinsi ég úr aftari endanum ef þörf er á og skelli i fram endann. Oft leynist ansi mikill afgangur í túbunni sem getur nýst í nokkra daga.

12193795_10206728701432782_7841598211228007994_n

#3

Svo skelli ég aftari endanum yfir framendann eins og sést á einni myndinni og passa að það það sé þétt og að lofti ekki um. Ég vona að þetta ráð nýtist einhverjum! Ást og friður! 

12189664_10206728701392781_5513058232071512251_n

Ritstjórn þakkar Helgu hjartanlega fyrir veitt leyfi til birtingar og efar ekki að þetta einfalda ráð geti komið að góðum notum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!