KVENNABLAÐIÐ

SKEMMTILEGT – Þess vegna fara konur á blæðingar í hverjum mánuði

Hvers vegna fara konur á mánaðarlegar blæðingar og af hverju finnar konur svona til meðan á blæðingum stendur? Getur verið að blæðingarnar þjóni tilgangi öðrum en þeim að gera líf milljóna kvenna að helvíti um heim allan í hverjum mánuði?

Getur ástæðan verið önnur sú að konur séu svo óheppnar að blæða nær út á 28 sólarhringa fresti og ætli tíðahringurinn þjóni dýpri tilgangi en svo að gera konum grein fyrir því að þungun hafi ekki átt sér stað þann mánuðinn?

Veistu, að blæðingar kvenna eru í raun stórmerkilegt fyrirbæri og ef ekki væri fyrir tíðahringinn sjálfan, sem er eins konar sjálfhreinsibúnaður móðurlífsins, væri mannkynið að öllum líkindum útdautt. Svo mögnuðu hlutverk gegna mánaðarlegar blæðingar kvenna og svo mikilvægur er sjálfur tíðahringurinn, með tilheyrandi fyrirtíðaspennu, táraflóði og súkkulaðifíkn.

Reyndar fara örfá spendýr á blæðingar í hverjum mánuði, mennskar konur og svo apar … leðurblökur og fílar. En konur fara mun oftar á blæðingar en önnur kvendýr og reglubundnar líka.

Þannig er nefnilega mál með vexti að í hverjum mánuði, verði ekki getnaður, fjarlægðir tíðablóðið alla aðskotahluti úr móðurlífinu, þar með talin gölluð fóstur og ófrjóvguð egg, sem jafnvel gætu valdið sýkingum í móðurlífi konunnar. Þetta hindrar ekki einungis að konan verði fyrir sýkingu í móðurlífi sem gæti reynst lífshættuleg, heldur stuðlar einnig að heilbrigðu móðurlífi og eykur líkur á vel heppnuðum getnaði þegar fram í sækir. Reyndar gera blæðingar konunni kleift að viðhalda eigin frjósemi og verða þunguð yfir höfuð, ef út í það er farið. Að ekki sé minnst á þá mögnuðu getu að ganga með barn í níu mánuði og fæða eigið afkvæmi heilbrigt í heiminn.

Því eru blæðingar kvenna í raun ekkert minna en kraftaverk í líffræðilegum skilningi, eins og sjá má hér á myndbandinu fyrir neðan – en þó áhorfið bægi ekki tíðaverkjum á brott né geri líkamlega reynsluna bærilegri, er ekki úr vegi að skilningurinn á eðli tíðahringsins varpi skýru ljósi á það kraftaverk sem hringsrás lífsins í raun er:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!