KVENNABLAÐIÐ

Heimatilbúið EPLA -snakk

Stundum er svo gott að eiga eitthvað gott til að nasla á og þá er tilvalið að búa sér til epla-snakk. Þetta finnst börnum gott og því er sniðugt að eiga þetta heima til að snarla milli mála. Epla-snakkið geymist best í bréfpoka.

Kjarnhreinsið nokkur epli.

Skerið eplin í eins þunnar sneiðar og þið getið og leggið þær á bökunarhellu. Gott er að hafa smjörpappír undir. Það má setja smávegis af kanel yfir eplaskífurnar ef ykkur finnst hann góður.
Þurrkið eplaskífurnar í ofninum við 100 gráður í klukkustund.

Snakkið eins og ykkur lystir…gott til að taka með í skólann!

.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!