KVENNABLAÐIÐ

Lítill söngfugl heillar Ellen DeGeneres (og heimsbyggðina) – „Ekki gefast upp, mamma mín!“

Yfir þrjátíu milljónir manns víða um heim hafa horft á myndbandið hér að neðan, sem sýnir litla stúlku syngja frá hjartanu til móður sinnar, sem er langt genginn krabbameinssjúklingur. Myndbandið var upprunalega tekið upp og deildi fjölskyldan því á Facebook en Ellen DeGeneres bar myndbandið augum og deildi því á síðu sinni.

Einni viku síðar höfðu 24 milljónir manns hlýtt á söng litlu stúlkunnar, sem sagði móður sinni með laglínum sínum að gefast ekki upp hverju sem á gengi, að hún yrði alltaf við hlið hennar og þó krabbameinið virtist ætla að buga hana suma daga – mætti hún ekki og aldrei gefast að fullu upp.

Svo fallegt var áhorfið og svo sterk voru viðbrögð áhorfenda og sjálfrar Ellenar, að hún fékk litlu stúlkuna og móður hennar í þáttinn og má sjá uppákomuna hér – sem laðaði fram tár á hvarmi ritstjórnar:

 

No words for this.

Posted by Ellen DeGeneres on Tuesday, October 20, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!