KVENNABLAÐIÐ

Krefjast þess að dýravegabréf verði leidd í íslensk lög og sóttkví lögð af

Rétt tæplega 2000 dýravinir hafa nú undirritað áskorunarbréf Hildar Þorsteinsdóttur, gæludýraeiganda sem fer þess á leit við Alþingi að rita frumvarp, að lögum um dýravegabréf.  Segir í áskorun Hildar sem rétt er, að einstaklingur geti í dag farið af landi brott með dýrið sitt en við komuna til baka krefjist það einengrun dýranna með tilheyrandi kostnaði.

Þá kemur einnig fram í áskorunarbréfi Hildar að Hundaræktarfélag Íslands hafi í umsögn um fyrrnefnt frumvarp fært góð rök fyrir því að núverandi fyrirkomulag sé úrelt:

Íslendingar eru mikið á faraldsfæti vegna vinnu, náms og frístunda og vilja taka alla fjölskyldumeðlimi með sér hvert, sem förinni er heitið án þess, að ferðafrelsi þeirra sé skert með núverandi reglum um sóttkví og einangrun gæludýra við komuna til landsins.

Þegar þessi orð eru rituð vantar einungis 580 undirskriftir upp á svo ná megi 2500 undirskriftum og það í nafni dýraverndar; svo gæludýraeigendur megi sækja um dýravegabréf fyrir gæludýr sín og langvarandi sóttkví við komuna til Íslands verði í ákveðnum tilvikum óþörf.

Fræðast má um áskorun gæludýraeigenda og rita undir áskorunina HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!