KVENNABLAÐIÐ

KVÖLDFÖRÐUN: Einföld leið til að fullkomna rauða varalitinn

Eldrauðar og fallega málaðar varir setja sannarlega punktinn yfir I-ið þegar kvöldförðun er annars vegar og ekki spillir fyrir ef fegurðarbletturinn fylgir með, rétt ofan við efri vörina. Að mála varirnar svo fallega takist til, krefst örlítilla klókinda en ferlið er einfalt í sjálfu sér.

Ef augnmálningin er í þyngri kantinum, er vissulega betra að halda varaförðun í lágmarki, – en við fallegan maskara, vel mótaða augnlínu og ljósa augnskugga geta rauðar varir fullkomnað lúkkið og laðað fram heildarmynd sem minnir helst á Marilyn Monroe forðum daga og kvikmyndastjörnur fimmta áratugarins.

endanleg#1 – Byrjaðu á að farða varirnar: 

Þegar þú berð farðann á andlitið, ættir þú alltaf að dúmpa léttu lagi af andlitsfarða yfir varirnar sjálfar líka og örþunnu lagi af púðri í kjölfarið. Þetta mattar varirnar, gefur þeim fallega áferð og undirlag sem minnir einna helst á tóman striga sem hægt er að farða yfir.

#2 – Mótaðu útlínurnar með varablýantinum: 

Taktu því næst fram varablýant í sama lit og varaliturinn sem þú ætlar að nota. Dragðu ákjósanlega varalínu meðfram útlínum varanna.

#3 – Snyrtu línuna til með eyrnapinna: 

Farðu ofan í línuna með eyrnapinna sem hefur verið dúmpað ofan í örlítinn farða til að skerpa á línunni og fjarlægja allt smit, sérstaklega ef blýanturinn er feitur.

#4 – Fylltu nú upp í varirnar sjálfar með sama varablýanti:

Þetta verður grunnliturinn fyrir sjálfan varalitinn og gefur vörunum ekki einungis dýpra yfirbragð, heldur tryggir að liturinn helst lengur á vörunum.

#5 – Farðu með eyrnapinna yfir línuna til að skerpa á útlínum:

Ef varaliturinn læðist út fyrir línuna, ættir þú að dúmpa örlitlum farða í eyrnapinna og fjarlægja aukreitis varalitinn sem fór út fyrir línuna, þannig – á öruggan og varkáran máta.

#6 – Berðu varalitinn á með pensli: 

Næst skaltu taka fram varablýantinn og pensla varalitnum sjálfum á varirnar, en varast að fara út í útlínur varanna, þar sem þú dróst varablýantinn fyrst.

*ATH: Að endingu skaltu notast við fíngerðan pensil eða bursta og strjúka örfínu lagi af ljósum eða jafnvel hvítum augnskugga meðfram línunni á neðri vörinni og kringum bogann á efri vörinni, en með þessu móti ertu í raun að skyggja varaútlínurnar og draga lögunina enn betur fram.

 

kiss-proof-smudge-proof-budge-proof-make-lipstick-icon-300x300

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!