KVENNABLAÐIÐ

Michelle Obama: „Ef ég hefði bara starað á stráka í skóla, þá væri ég ekki gift forsetanum!”

„Ef ég hefði starað á stráka og velt því fyrir mér hver var skotinn í mér í stað þess að læra meðan ég var enn í skóla, þá væri ég ekki gift forseta Bandaríkjanna í dag”. Einhvern veginn svona hljómaði barátturæða Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna á pallborðsumræðum sem fóru fram í Bronx hverfinu í New York fyrir fáeinum dögum.

Michelle kom þar fram ásamt Charleze Theron og fleiri kraftmiklum konum til að ræða gildi menntunar stúlkna og sér í lagi hversu miklu skiptir að konur tryggi sér fjárhagslegt sjálfstæði, í stað þess að reiða á karlmenn sem fyrirvinnu. Viðburðurinn var fjölsóttur og gestir hrópuðu af ákefð þegar sú fyrrnefnda tók til máls, en þær Michelle og Charleze höfðu báðar magnaðan boðskap fram að færa til ungra stúlkna og kvenna um allan heim.

ÞVÍLÍK RÆÐA!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!