KVENNABLAÐIÐ

Alþjóðadegi kvenna 8.mars fagnað í Elliðaárdalnum!

Alþjóðanefnd FKA – Félags kvenna í atvinnurekstri hefur árlega skipulagt og fagnað Alþjóðadegi kvenna 8. mars og hafa alla jafna mætt vel á annað hundrað félagskvenna og annarra velunnara á þann viðburð. Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 veirunnar þurfti að færa viðburðinn og halda með breyttu sniði. Dagurinn var haldinn hátíðlega í blíðskaparveðri og farin var ganga í Elliðaárdalnum.

FKA20FKA21

Auglýsing
Einn fyrir alla – allir fyrir einn Þema IWD 2020 herferðarinnar er dregið af hugmyndinni „sameiginleg einstaklingshyggja“. Við erum öll sem einstaklingar hluti af stærri heild, hluti af samfélagi – og innan þess berum hvert og eitt alla ábyrgð á hugsunum okkar, orðum og gerðum, en með samstöðu okkar með því að stilla saman strengina getum við hvarvetna komið á jafnrétti; á vinnustöðum, í stjórnum fyrirtækja og viðskiptalífinu almennt, í stjórnmálum, í félags- og heilbrigðismálum, á vettvangi íþróttanna og stuðlað með því að hagkerfi okkar og samfélög vaxi og blómstri.

FKA11FKA12
FKA14FKA17
Sameiginlega getum við látið breytingar gerast. Sameiginlega getum við hvert og eitt hjálpað til við að skapa jafnrétti í heiminum. Við getum öll valið að vera #EachforEqual.

Auglýsing

Jafnrétti er ekki kvennamál, það er viðskiptamál. Jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir hagkerfi og samfélög að dafna. Heimur með jafnrétti væri heilbrigðari, auðugri og samfelldari.
#einnfyriralla #OneForEqual #fka

FKA19FKA15
FKA13FKA18

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!