KVENNABLAÐIÐ

HAUSTFÖRÐUN: Flauelsleitar plómuvarir; METALLIC augnskuggar og GRAFÍSK augnlína

Trendin í förðun eru sterk og afgerandi í haust; málmleitir augnskuggar, þéttar augabrúnir og grafísk augnlína – flauelsleitar plómuvarir og svona mætti lengi áfram telja. Sjúklega smart og þess virði að elta, þó tískan á götum úti varpi að sjálfsögðu vægum enduróm af hátískupöllunum, þar sem línurnar eru lagðar fyrir hverja árstíð.

Hér má sjá helstu hausttrendin í andlitsförðun þetta árið; en allar ljósmyndirnar eru teknar af Instagram og endurspegla hvernig tískuspekúlantar víða um veröld kjósa að elta tískuna þetta misserið …

#1 – Þéttar og náttúrulega mótaðar augabrúnir

Nú er alveg bannað að plokka augnbrýrnar og móta um of; fallega bogadregnar, nattúrulegar og sterkar augabrúnir eru hámóðins núna. Þó ættu augabrúnir að vera örlítið bogadregnar og augabrúnafyllingar á stofum koma sterkar núna inn; sterkur og afgerandi augnsvipur er í tísku!

.

#2 – Berjableikar og plómurauðar flauelsvarir:

Plómuleitar, flauelskenndar varir með djúpu yfirbragði koma logandi sterkar inn í haust og þannig verða dökkir varalitir algjört MÖST þegar daginn fer að stytta. Ef djúprauður plómuliturinn er of dumbleitur að þínu mati, má líka velja berjableikan varalit; allir tónar frá náttúrulegum kirsuberjalitum og til dekkri búrgúndarauðra varalita stimpla sig rækilega inn með skammdeginu.

.

#3 – Glitrandi metallic augnskuggar í jarðtónum:

Málmleitir metalaugnskuggar með glimmerívafi verða logandi heitir í haust; jarðleitir tónar fara þar hæst og best er að velja hlýja tóna sem fara vel við húðlitinn, draga fram augun og tóna við hárið. Ef glitrandi metalaugnskuggar verða fyrir valinu, fer vel að para augnförðunina með maskara og engri augnlínu.

.

#4 – Skörp og ýkt (grafísk) augnlína:

Grafísk augnlína, ýkt og sterk – sem dregin er alla leið frá augnkróni og allt upp á augnbeinið kemur sterk inn í haust. Glæsilegt trend sem hæfir vel úti á lífinu um helgar:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!