KVENNABLAÐIÐ

Michelle Obama búin að fá nóg: „Hæ! Ég vil opna mína eigin glugga! Í alvöru!“

Næst þegar þú lætur þig dreyma um að upplifa lísstíl þeirra ríku og frægu; að ekki sé minnst á þann auð og velmegun sem núverandi forsetafrú Bandaríkjanna hlýtur að búa við – skaltu rifja upp einlægar játningar Michelle Obama í myndbandinu hér að neðan.

Því er nefnilega ekki þannig farið að valdamestu leiðtogar heims geti um frjálst höfuð strokið. Þvert á móti er öryggisgæslan þvílík að sjálf forsetafrúin má ekki opna sína eigin glugga. Í bókstaflegri merkingu. Hennar er gætt eins og um krúnudjásn væri að ræða – allan sólarhringinn og vogi konan sér að fitla við litla flipann sem skrúfar niður afturrúðuna í annars voldugri bifreiðinni sem ekið er af þrautþjálfuðum sérsveitarmönnum – fer allt á hvolf í nánasta umhverfi.

Kannski við, hinir almennu borgarar, ættum því að læra að þakka fyrir jafn hversdagslegar athafnir og að versla í Hagkaup, skokka óafskipt meðfram húsalengjunni í hverfinu og reima okkar eigin strigaskó í friði og ró. Þó eitt ár sé eftir af seinna kjörtímabili Obama, er Michelle ekki í vafa um að frelsið verði kærkomið þegar eiginmaður hennar lætur af embætti og sagði þannig beint út í viðtali við spjallþáttarstjórnandann Stephen Colbert að henni langaði einfaldlega að rækta hversdaginn:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!