KVENNABLAÐIÐ

RÓLEG KONA! – DÖMPAÐI svikulum EIGINMANNI með RISAVAXINNI AUGLÝSINGU!

Oj barasta! Hér er varla hægt að greina á milli hvort er ógeðslegra; sú ljóta synd að halda framhjá konunni sinni að staðaldri … eða að greina eiginmanni sínum LOKS frá því að upp hafi komist um allt … Á RISAVÖXNU AUGLÝSINGASKILTI!

Hvernig ætli svikulum eiginmönnum og akandi vegfarendum yrði t.a.m. við ef við myndi blasa risavaxið auglýsingaskilti í miðborg Reykjavíkur, (jafnvel framan á Kringlunni) sem á stæði:

Til míns svikula eiginmanns, Páls –

Þið eigið hvort annað skilið.

Ég verð flutt út þegar þú kemur heim í kvöld.

Njóttu ferðalagsins til vinnu!

Lísa.

Þetta gerðist þó fyrir skömmu og í ofanálag var uppátækið rándýrt, en það var kokkáluð eiginkona í Sheffield, Bretlandi – sem festi kaup á auglýsingunni sem blasti við öllum ökumönnum sem áttu leið um M1 hraðbrautina á háannatíma í heila þrjá klukkutíma.

SVONA LEIT AUGLŶSINGIN ÚT – SEM BLASTI VIÐ ÖLLUM ÍBÚUM SHEFFIELD: 

1443192629-cheating-billboard

Samkvæmt þeim upplýsingum sem kemur fram á vef AdWeek var auglýsingin allt annað en ódýr og enginn vafi leikur á því að ekki einungis voru orðin ætluð sjálfum Páli, sem hefur þann daginn komið heim að tómu húsi – heldur öllum þeim vegfarendum sem óku hjá og hafa sennilega ýmist skellt upp úr eða rekið í rogastans.

Sem fær mann til að hugsa; er HÆGT að ganga lengra?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!