KVENNABLAÐIÐ

Sex frábærar leiðir til að endurnýta GAMLA MASKARABURSTANN!

Áttu gamlan maskara? Sem er orðinn þurr og gamall? Kanntu vel við burstann sjálfan? Vissir þú að til eru ótal leiðir til að nota gamla maskarabursta; ekki henda gamla maskaranum – lærðu frekar að endurnýta burstann á ótrúlegustu vegu!

Svona þrífur þú gamla burstann:

#1 – Þú hefur leika á því að hreinsa gamla burstann. Smelltu tappanum í baðvaskinn, fylltu af volgu vatni og settu gamla maskaraburstann ofan í vatnið. Eftir ca. 10 – 15 mínútur sérðu að maskaraflögurnar eru farnar að losna frá maskaraburstanum sjálfum og fljóta nú í vatninu.

#2 – Nú skaltu smyrja aðra hendina vel með ágætu sjampói og smeygja hendinni ofan í vatnið. Nuddaðu burstann vel upp úr sjampóinu; nuddaðu burstann vel og snúðu honum á alla vegu svo auðveldara sé að ná öllum maskaranum af burstanum. Nuddaðu burstanum vel upp og niður lófann.

#3 – Tæmdu að lokum vaskinn og endurtaktu ferlið, þar til allur maskarinn er farinn af burstanum sjálfum. Hreinsaðu og skolaðu gamla maskaraburstann að lokum upp úr köldu vatni og láttu hann þorna vel, helst ofan á gömlum þvottapoka, áður en þú veitir gamla burstanum nýtt hlutverk. Ekki flókið það en mjög nytsamlegt!

… og þetta getur þú notað burstann til!

 

86536071

#1 – Augnbrúnabursti:

Stundum vaknar maður bara með úfnar augabrúnir. Svo einfalt er það. Þá eru góð ráð dýr, því augnbrúnapenslar sem eru útbúnir sérstökum bursta á endanum vaxa ekki á trjám … utan þess sem þeir eru yfirleitt rándýrir. Svo haltu fast í budduna, frískaðu upp á gamla maskaraburstann og notaðu hann til að bursta augabrúnirnar!

eye-lashes-mascara

#2 – Til að aðskilja augnhárin:

Ef þú hefur sett örlítið of mikið af maskara á augnhárin og vilt ekki setja annað lag, skaltu draga fram gamla burstann og strjúka létt yfir augnhárin til að aðskilja þau. Getur ekki klikkað!

makeupforever_272brush002-550x250

#3 – Fjarlægðu maskaraklessur með þeim gamla:

Já, þetta kemur fyrir okkur allar. Gleðin tekur völdin, nýji maskarinn fer á loft og allt í einu eru augnhárin svo klesst að klumparnir blasa við. Ekki nóg með það, heldur er ein doppa á nefinu … önnur á augnlokinu og svo var það doppan á kinnbeininu. Notaðu gamla maskaraburstann til að nudda blettunum af meðan maskarinn er enn blautur! TÖFRUM LÍKAST TRIX.

Mascara_0014

#4 – Hreinsaðu viðkvæma skartgripi eða ísaumaðan fatnað:

Akkúrat. Það er frábært að nota gamla maskarabursta til að þrífa og snurfusa viðkvæma skartgripi og ísaumaðan fatnað; perlum skrýdda handtösku og bróderaðar blússur. Gamli maskaraburstinn smýgur milli glufana á eyrnalokkunum og er frábært tól til að snyrta örfínar línur.

HTB1bVdSGXXXXXX8XFXXq6xXFXXXm

#5 – Til að lita fíngerðu hárin og rótina:

Já! Gamall maskarabursti getur verið frábært tól til að lita minnstu hárin uppi við hárrótina, fara gegnum fíngerðu hárin sem sitja þétt við ennið og er erfitt að lita með venjulegum bursta sem kemur í pakkanum með heimalitnum. Auðvitað!

static-cling-cover

#6 – Til að afrafmagna hárið!

Halló! Er hárið rafmagnað? Stendur það út í loftið? Gríptu gamla maskaraburstann, úðaðu örlitlu hárlakki á burstann og greiddu varlega yfir efsta lag hársins. Fullkomin leið til afrafmögnunar án þess að eyðileggja hárgreiðsluna.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!