KVENNABLAÐIÐ

FIMM einföld HRÓSYRÐI sem KARLMENN þreytast ALDREI á að HEYRA

Karlmönnum finnst líka gaman að fá hrós og reyndar eru þeir alveg jafn veikir fyrir hrósyrðum og konur; þeir eru ekki bara á höttunum eftir staðfestingu á bólfimi í svefnherberginu.

Síður en svo, karlar eru afar veikir fyrir hrósyrðum og þeir geta upplifað óöryggi líka, þeir sýna það bara á annan hátt en konur. Hér fara fimm einföld hrósyrði sem karlmenn þreytast aldrei á að heyra:

#1 – „Þú ert svo sexí þegar þú ert að elda kvöldverðinn” … er einlægara hól en að segja honum einfaldlega að hann sé sexí yfir höfuð. Þó honum þyki auðvitað gaman að heyra bæði. En að þér skuli finnast hann vera sexí meðan hann sinnir daglegu brasi í eldhúsinu … fær hann til að skynja að þú takir eftir litlu hlutunum líka; því sem ekki allir koma auga á og að þess vegna laðist þú að honum.

#2 – „Ég er svo örugg þegar við erum saman.” Halló, hér er verið að spila inn á eðlishvatir karlmannsins, sem vill ekkert frekar en að vernda konuna – vera sterkur og alltumvefjandi. Karlmanni finnst æsandi tilhugsun að geta annast konu. Þetta liggur einfaldlega djúpt í genunum. Það að þér finnist þú örugg í návist hans í ofanálag, styrkir hann enn meira og sjálfið blæs út af stolti.

#3 – „Mér finnst svo aðlaðandi hvað þú ert einbeittur. Það er virkilega sexí.” Ekki bara hrósa honum fyrir það sem hann hefur þegar áorkað. Hrósaðu honum fyrir þá eiginleika sem gera honum kleift að hrinda hlutunum í verk. Sýndu honum að þú kunnir að meta þann mann sem hann hefur að geyma, en ekki bara afrek hans, árangur og hvaða titil hann ber úti á vinnumarkaðinum.

#4 – „Ég sagði vinkonum mínum hvað ég er heppin að hafa kynnst svona yndislegum strák.” – Að þú skulir monta þig af honum við vinkonur þínar er auðvitað best alls. Að þú skulir segja frá sambandi ykkar með stolti og að nánustu vinkonur þínar skuli samgleðjast er frábær staðfesting á því hversu mikilvægur og sérstakur hann er. Því – já, strákar vilja líka finna til öryggis og eigin mikilvægis. Rétt eins og stelpur.  

#5 – „Ertu búinn að vera mikið í ræktinni?” Hafðu í huga að karlmenn fá miklu færri hrós vegna líkamsvaxtar en konur. Í alvöru talað. Já, þetta er klisja og ef þér líst vel á manninn, þykir hann vera í betra formi núna en fyrir stuttu síðan – segðu honum þá frá því! Vertu opin! Vertu viss, hann fer á flug í ræktinni og leggur tvöfalt á sig í framhaldinu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!