KVENNABLAÐIÐ

SKEMMTILEGT – Varaliturinn kemur upp um þig!

Varaliturinn er oft sagður vera kirsuberið á kökunni eða punkturinn yfir I-ið; tónninn virðist ákvarða hvort konan sem ber varalitinn er ákveðin, metnaðarfull, blíðlynd, glaðlynd eða jafnvel kærulaus.

Þetta leiddi forvitnileg könnun í ljós sem framkvæmd á vormánuðum, á vegum P & G Beauty (sem er systurfyrirtæki CoverGirl) en rannsakendur sýndu 2.375 einstaklingum ljósmyndir af níu mismunandi konum, sem allar voru farðaðar með sex mismunandi varalitum. Þáttakendur þurftu að ákvarða hvort persónuleiki þeirra kvenna sem myndirnar voru af, sýndust skapandi, ábyrgar eða jafnvel faglegar í útliti.

Skemmst er frá því að segja að sterkari og glamúrlegri litatónar orkuðu sterkari á þáttakendur; þ.e.a.s. konur með litsterkan varalit sýndust valdameiri en þær sem báru varaliti í náttúrulegum tónum – en þáttakendur mátu þær konur sem blíðlyndari og hlýrri.

Þessa ljósmynd fengu þáttakendur m.a. að bera augum: 

gallery-1426705508-lips1

Sarah Vickery, sem fór fyrir könnuninni og starfar við þróunarmál fyrir CoverGirl sagði þannig að niðurstöðurnar væru í fullu samræmi við niðurstöður eldri rannsóknar sem fyrirtækið framkvæmdi í samstarfi við Harvard háskóla.

„Þó fengum við nákvæmari niðurstöður í þetta skiptið; nú sjáum við berum augum hvaða skilaboð misjafnir varalitir virðast senda – sem er svo eitthvað sem konur geta nýtt sér við ólík tækifæri til að laða fram ákveðin hughrif.“ 

Hér fara helstu niðurstöður:

model-dark-lips-3

ATVINNUVIÐTAL – þú ætlar að hreppa starfið:

Ef ætlunin er að geisla af sjálfstrausti og innri styrk í atvinnuviðtali, þá skaltu velja plómuleitan varalit, sem gæðir förðunina ákveðni og öguðu yfirbragði. Plómuliturinn lætur konuna líta út fyrir að vera faglegri en áreiðanlegri, án þess að vera ónálganleg – sem er skemmtileg samsetning af innri persónustyrk og hlýrri nálgun.

Razzberry-and-Soft-Nude

FYRSTA STEFNUMÓTIÐ – Þú vilt vera aðlaðandi:

Ef viðkomandi er á höttunum eftir langtímasambandi, þá leitar hann eða hún fyrst og fremst eftir tryggð, stöðugleika og jafnvægi í rekkjunauti sínum. Sem betur fer stendur valið um fleiri en einn litatón þegar farið er á fyrsta stefnumótið; plómuleitur og ljósbrúnn (nude) varalitur geta báðir gengið, þar sem litatónarnir virðast gera konuna traustvekjandi og aðlaðandi um leið í augum annarra.

Maybelline-Buffs

VINNUFUNDUR – Þú vilt hvetja til hugmyndasköpunar:

Ef þú þarft að standa fyrir kynningu í vinnunni og leiðir jafnvel hugmyndafund, viltu auðvitað að vinnufélögum þínum líði vel. Þú vilt að fundargestir kasti fram hugmyndum og fari á flug með þér, sem ferð fyrir þróunarfundinum. Veldu ljósan varalit í jarðlitum (Nude) til að skapa þægilegt andrúmsloft; til að orka þægilegri í samstarfi, umhyggjusamari og opnari fyrir ábendingum. Getur ekki klikkað!

screenshot-www.lovethispic.com 2015-09-06 10-00-04

TENGDAFJÖLSKYLDAN – Matarboð hjá fjölskyldunni hans:

Ekki fara með rauðan varalit í matarboð til tengdamömmu þinnar – veldu frekar fagurbleikan litatón á varirnar. Þú orkar félagslyndari og glaðlyndari – sem er fullkomið val, sérstaklega ef þú ert að hitta tengdafjölskylduna í fyrsta sinn við matarborðið.

screenshot-www.beautezine.com 2015-09-06 10-03-09

STÓR KYNNING – Þú þarft á öllum þínum innri styrk að halda:

Hér þarftu að vera ákveðin og beinskeytt, öfugt við þann sveigjanleika sem þú þarft að sýna fram á þegar um lokaðan þróunar- og hugmyndafund með vinnufélögunum er að ræða. Þú þarft að líta út fyrir að hafa þitt á hreinu, vera sérfróð um málefnið – einhver sem getur og þorir að taka áhættu og getur haft skapandi áhrif á starfsgreinina. Við þessar aðstæður dugar ekkert minna en eldrauður varalitur, sem stendur fyrir djörfung, sjálfstrausti og ómældum persónustyrk.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!