KVENNABLAÐIÐ

DIY: Dásamlegar GLIMMER og GULL blöðrur í PARTÝIÐ!

Glimmer er yndislegur! Gull og glitrandi pappír og uppblásnar blöðrur, hlátrasköll og partýlæti! Hvað er skemmtilegra! Halló! Hér er frábær hugmynd, litlu molarnir mínir, að glaðlyndislegum partýskreytingum sem segja SEX og meira til!

Allt sem til þarf hér eru uppblásnar blöðrur í glaðlyndislegum litum, gullflögur sem fást í öllum betri föndurbúðum; föndurlím og fínn pensill. Ágætt er að hafa skál við hendina líka til að setja gullfögurnar ofan í og svo er ekkert annað eftir en að smella bara diskói á fóninn, gleðjast yfir föndrinu og láta sig hlakka til!

Confetti-Dipped-Balloons-Supplies-600x399

Þú þarft til verksins:

Gullflögur / Konfetti sem fæst í öllum betri föndurverslunum

(Þú getur líka klippt niður gullpappír í smáar flögur)

Föndurlím

Svampur til að dúmpa föndurlíminu á blöðruna (eða pensill)

DIY-Confetti-Dipped-Balloons-600x900

*Ath! – Ef ætlunin er að fylla blöðurnar með helíumgasi, þá skaltu vara þig á gullflögunum, – ef þú setur of mikið magn af gullflögum, þá eru nefnilega líkur á því að blaðran takist ekki á loft. Þetta á líka við um venjulegar blöðrur – svo farðu varlega í magnið á gullflögunum. Leyfðu þér frekar að setja örlítið þynnra lag af gullflögum og leyfðu blöðrunum að svífa til lofts í bandinu!

screenshot-www.studiodiy.com 2015-09-05 23-36-27

Þú byrjar á því að blása upp blöðruna og binda traustan hnút að lokum. Snúðu nú blöðrunni við og dúmpaðu föndurlíminu með svampi eða hentugum pensli á neðanverða blöðruna. Reyndu að bera þunnt lag af lími á blöðruna – þú ræður forminu – hvort sem þú vilt gera skarpa línu eða leyfa líminu einfaldlega að fljóta upp á blöðruna. Bæði gengur! Taktu nú gullflögurnar upp með tveimur fingrum og stráðu þeim einfaldlega ofan á límið. Þrýstu flögunum létt niður á límið – hristu svo blöðruna svo lausar flögur falli af og láttu þorna.

Confetti-Dipped-Balloons3-600x900

Gullflögurnar tolla ágætlega á blöðrunum, ef föndurlímið er vandað og traust. Þú getur þó, þegar þú hefur þrýst varlega á gullflögurnar – stráð öðru lagi af gullflögum á blöðrunar, til að ganga úr skugga um að engin leiðinleg göt myndist í gullflögumynstrið neðan á blöðrunum. Svo máttu líka láta nokkra límdropa drjúpa þar sem þér sýnist og bæta örlitlu magni við – gættu bara að því að blöðrurnar verði ekki það þungar að þær takist illa eða ekki á loft!

How-To-Make-Confetti-DIpped-Balloons-600x900

Allar blöðrur ættu að koma með gullflögum! Frábært partýskraut!

DIY-Confetti-Dipped-Balloons1-600x900

Ljósmyndir //  Studio DIY

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!