KVENNABLAÐIÐ

R A N N S Ó K N: EKKI klæðast þessum LITUM á fyrsta STEFNUMÓTI!

Ekki er vænlegt til árangurs að klæðast rauðri flík ef ætlunin er að tæla vonbiðil á fyrsta stefnumóti. Þetta leiða niðurstöður forvitnilegrar rannsóknar sem breska fyrirtækið Buy T-Shirts Online framkvæmdi á netinu, en yfir 1000 manns tóku þátt í könnuninni og svörin koma á óvart.

Svartur er sá litur sem orkar best á bæði kynin en bleikar flíkur fara hins vegar ekki vel í fólk. Aðspurðir voru beðnir að meta hvaða litur sveipaði þá mesta sjálfstrausti, hvaða lit þeir kynnu best að meta þegar hitt kynið væri annars vegar og hvort þeir tengdu umræddan lit við hroka eða gott gáfnafar.

Í ljós kom að svartur litur veitir flestum öryggiskennd í klæðavali, en svarendur sögðust sjálfsöruggari í svörtum flíkum. Þannig naut svartur yfirgnæfandi hluta atkvæða, en 56% þeirra sem þátt tóku, þar af 48% kvenna og 64% karla sögðust kjósa svart umfram aðra liti. Þá skipti engu hvort viðkomandi vildi klæðast litnum sjálfum eða vildi sjá einstakling af gagnstæðu kyni í svörtum fatnaði. Af öllum tónum litahringsins var svarti liturinn einnig talinn tengjast skörpum gáfum svo ekki er um að villast að sé viðkomandi í vafa, skal velja svarta flík.

Rauði liturinn skoraði hins vegar ekki hátt, en eldri rannsóknir hafa sýnt fram á að rauðir litatónar í fatavali gefa kynþokka og völd til kynna. 54% kvenna sögðust klæðast rauðu til að pússa upp á sjálfstraustið og 56% karla sögðust njóta þess að horfa á rauðklæddar konur, en rauður er einnig sá litatónn sem flestir þáttakendur, eða heil 28% svarenda, töldu merki um hroka og yfirlæti, meðan 12% sögðu rauða litinn lýsa yfirborðskenndri hugsun.

Eini liturinn sem komst á algeran bannlista hjá þeim sem þátt tóku, eru bleikir litatónar. Einungis 5% svarenda sögðust hrifnir af bleika litnum og álitu flestir að manneskja sem klæðist bleikum lit væri grunnhyggin.

Niðurstöðurnar má lesa í heild sinni HÉR og ritstjórn að því sögðu er ritstjórn farin að dusta rykið af svörtu flíkunum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!