KVENNABLAÐIÐ

Johnny Depp gneistar af hráum kynþokka í nýrri DIOR auglýsingu

Brot úr nýrri DIOR auglýsingu þar sem Johnny Depp, hlaðinn kynþokka og tímalausri karlmennsku fer í aðalhlutverki, er nú loks komið út en svo virðist sem kyntröllið sé á villigötum, ef marka má brotin þrjú sem sjá má hér að neðan.

Auglýsingin kemur út í fullri lengd þann 2 september en hér er Depp að kynna DIOR Sauvage herrailminn, sem kemur í verslanir með haustinu en ilmurinn er að sögn sérfróðra með ríkum og viðarkenndum ilm af Bergamóti, Patchouli og bleikum pipar.

295239FF00000578-3109046-Johnny_Depp_has_ditched_the_braids_and_bandanna_as_he_s_unveiled-a-10_1433327370704

Þetta er alfyrsta rakspíraauglýsing Depp, en DIOR fékk einmitt sjálfa Rihönnu til að kynna línu sína fyrr á þessu ári og braut þannig merkt blað í sögu hátískunnar, en sjálf sagðist Rihanna yfirkomin af stolti þar sem hún varð fyrsta svarta konan til að kynna línu DIOR og rauf þannig rasískan múr tískuheimsins með frammistöðu sinni.

Depp aftur á móti virðist spila á rafmagnsgítar, ráfa um ranghala stórborgar og heyrist hér segja orðin:

What am I looking for / I don’t know

Hér má sjá þrjú brot úr auglýsingunni, sem verður frumsýnd þann 2 september: