KVENNABLAÐIÐ

G L Æ S I L E G T: Rihanna rýfur rasískan múr hátískunnar og kynnir Pre-Fall DIOR 2015

Rihanna braut blað í sögu hátískunnar í nýliðinni viku þegar hún birtist sem andlit CHRISTIAN DIOR í óguðlega fagurri auglýsingaherferð fyrir Pre-Fall 2015 línuna, en Rihanna mun alfyrsta svarta konan sem kynnir línu hátískuhússins frá árdögum þess.

Að Rihanna skuli hafa verið valin til að kynna línu tískuhússins er sterk yfirlýsing af hálfu DIOR sem sýnir að rasískur múr stéttaskiptingar hefur verið rofinn og að kynþáttur og uppruni þeirra kvenna sem klæðast flíkum Dior skiptir engu máli. Allt sem skiptir er að konan beri flíkina glæsilega og líði vel í eigin skinni.

Rihanna's Secret Garden IV campaign for Dior, shot by Steven Klein.

CHRISTIAN DIOR, sem stofnaði tískuhúsið í lok seinni heimstyrjaldar, ætlaði línuna fyrir hvítar, evrópskar konur af efri stigum en í þá daga blómstraði kynþáttahatur og stéttarskipting sem aldrei fyrr. Sjálfur var Parísarbúinn DIOR íhaldsamur í viðhorfum og hans ímynd af hinni fullkomnu konu var hin evrópska, hvíta og lekkera, grannvaxna, hámenntaða og siðfágaða dama. Sem gaf svo aftur skýra mynd af þeim markhópi sem frönsk hátískuvara Dior tískhússins beindist að. Því þykir Rihanna vel að titlinum komin í dag; þess vegna er rætt um stórviðburð í heimi hátískunnar.

En það er ekki allt. Rihanna, sem trónir á toppi ferilsins, ljáði DIOR brot af nýrri smáskífu sem ómar í fjarska meðan stúlkan svífur langleggja um voldug salarkynni hallarinnar í Versölum. Sjálft lagið heitir Only If For a Night og kemur formlega út í dag, mánudaginn 18 maí og verður einnig að finna á nýrri breiðskífu Rihönnu sem er væntanleg.

rs_1024x663-150514071722-1024.Rihanna-Dior-J8R-51415

Herferðin ber nafnið Secret Garden IV en Steven Klein kvikmyndaði stjörnuna í hádramatískum aðstæðum. Meðal annars svífur Rihanna, íklædd hátískufatnaði frá DIOR, gegnum Setustofu Guðana og dansar í Anddyri Speglana meðan nýútkomin smáskífan ómar í bakgrunni.

rs_1024x663-150514071726-1024.Rihanna-Dior-J6R-51415

Sidney Toledano, framkvæmdarstjóri DIOR sagði þannig í viðtali við WWD að sterkt og tígurlegt yfirbragð Rihönnu hefði ráðið úrslitum við val á fyrirsætu fyrir Pre-Fall línu DIOR:

Hún er gyðja en um leið nálganleg. Hvernig hún ber sig er aðalsmerki ungu kynslóðarinnar.

Þar höfum við það. Rihanna klæðist annars fatnaði úr línu Raf Simons sem spannar hluta af línu Esprit Dior pre-fall 2015 en Mel Ottenberg stílíseraði söngkonuna. Ekki að það skipti máli; Rihanna er glæsileg sama hverju hún klæðist og ekki síst er merkilegast að stúlkan hefur með þáttöku sinni í auglýsingunni rutt braut þeirra fjölmörgu og glæsilegu fyrirsætna sem eru af afrískum uppruna og eiga fullt erindi inn í harðan heim hátískunnar.

Sjálf segir Rihanna viðurkenninguna skipta miklu, ekki einungis fyrir hana sjálfa heldur fyrir allar ungar stúlkur:

Þetta er svo mikil viðurkenning og skiptir svo miklu máli að hafa verið valin, ekki bara fyrir mig heldur fyrir allar ungar stúlkur af öllum kynþáttum. Það skiptir svo miklu máli, sem kona, að líða vel í eigin skinni. Að varpa fram tímalausri fegurð og tignarleika; það er ómetanleg upplifun. 

Hér má sjá stuttmynd hátískuhússins DIOR; Secret Garden IV sem sýnir Rihönnu í Versailles: