KVENNABLAÐIÐ

Heimurinn í stríði

Fyrri heimsstyrjöldin, eða fyrsta heimsstyrjöldin eins og hún er kölluð líka, var styrjöld sem var háð í Mið-Evrópu og byrjaði 28. júlí 1914 og stóð til 11. nóvember 1918, eða í um fjögur ár. Um níu milljónir hermanna létust og um sjö milljónir óbreyttra borgara. Þetta var blóðugasta stríð sem heimurinn hafði nokkru sinni staðið í frá því að heimurinn byggðist.

Seinni heimsstyrjöldin stóð hins vegar frá 1939 til 1945 eða í um sex ár. Seinni heimsstyrjöldin var öllu stærri og viðameiri eða í um 30 löndum og tóku um 100 milljónir manna þátt í stríðinu. Heimurinn var ein stór kaos og er talið að hátt í hundrað milljónir manna hafi látist í tengslum við stríðið um heim allan.

Það er erfitt að reyna að átta sig á því hvers vegna þjóðir fara í stríð. Oft er talað um að stríð byrji vegna ágreinings um landsvæði, landnæði, olíu og/eða jafnvel vegna trúarskoðana. Allt er eflaust til í þessu en til þess að reyna að átta sig á því út á hvað þessi stríð gengu má hér sjá tvö myndbönd, sjö mínútur hvert, sem útskýrir í stuttu máli út á hvað þessi stríð gengu. Svo er auðvitað til endalaust af ítarefni á netinu og á bókasöfnum heimsins ef einhvern langar að vita meira.

Fyrri heimstyrjöldin útskýrð á örfáum mínútum.

 

Seinni heimsstyrjöldin útskýrð á 7 mínútum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!