KVENNABLAÐIÐ

Bruce verður Bridgette?

Kardashian fjölskyldan elskar athyglina og er mikið í pressunni um allan heim. Athygli fjölmiðla beinist nú að Bruce Jenner, blóðföður Kylie og Kendall sem hann á með Kris Jenner Kardashian en hann er fóstufaðir Kim, Kourtney, Khloe og Roberts. Bruce Jenner var mikill íþróttamaður á fyrri árum og vann m.a. bronsverðlaun á ólympíuleikunum 1976.

bruce-jenner_0

Bruce og Kris skildu fyrir allnokkru síðan eftir að hafa búið í sitthvoru lagi í nokkur ár.
Þrálátur orðrómur er um að Bruce sé að láta breyta sér í konu og hefur hann gengist undir allnokkrar lýtaaðgerðir sem ýta undir þennan orðróm. Hann er einnig að safna hári og sést alloft með tagl. Sagt er í Hollywood að hann ætli að taka upp nafnið Bridgette þegar breytingunni er lokið.

Í viðtali á sjónvarpsstöðinni E! var Kris spurð út í fyrrum eiginmann sinn og neitaði hún hvorki né játaði orðrómnum.
Einnig hafa fjölmiðlar haldið því fram að Bruce sé farinn að vera með vinkonu Kris en hún þrætti fyrir það í viðtalinu.

bruce-jenner-and-kathie-lee-gifford

Við á sykur æltum að fylgjast með Bruce Jenner og ef hann verðu hamingjusamari sem Bridgette þá er það algjörlega málið. Áfram Bruce!!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!