KVENNABLAÐIÐ

11 ára kínversk stúlka er nú þegar orðin 2.10 metrar á hæð!

Þegar þú sérð Zhang Ziyu gnæfa yfir bekkjarfélaga sína er ótrúlegt til þess að hugsa að hún sé einungis í sjötta bekk! Þessi ellefu ára stúlka er nú þegar orðin 210 sentimetrar á hæð og er talið að hún sé hæsta stúlka í heimi.

Auglýsing

Foreldrar Zhang eru bæði fyrrum atvinnuleikmenn í körfubolta og báðir yfir tveir meðtrar á hæð, þannig ekki er um að villast að það hefur spilað inn í! Það er þó ótrúlega sjaldgæft að vera 11 ára og orðin 210 sentimetrar. Zhang hefur alltaf verið hæðst í bekknum og þegar hún var í fyrsta bekk var hún 160 sentimetrar. Þetta er mun hærra en meðaltalið sem er 138 sentimetrar.

Auglýsing

11 ara 2

Burtséð frá bekkjarfélögunum er Zhang nú þegar mun hærri en hinn venjulegi NBA leikmaður – hún er sjö sentimetrum hærri en átrúnaðargoðið, LeBron James, sem er „aðeins“ 203 sentimetrar!

 

Eins og foreldrarnir er Zhang Ziyu hæfileikaríkur körfuboltaspilari. Í fyrsta sinn sem móðir hennar tók hana að sjá pabba hennar spila vildi hún fara og spila sjálf. Hún átti til „öll trikkin“ þrátt fyrir að hafa aldrei spilað sjálf! Að sjálfsögðu æfir hún körfubolta í dag!