KVENNABLAÐIÐ

Tom Cruise er „of lágvaxinn“ til að leika Jack Reacher

Leikaranum smávaxna, Tom Cruise, hefur verið sagt upp sem hetjunni Jack Reacher í komandi sjónvarpsþáttum um Jack Reacher. Leikarinn sem er 171 sentimetra hár þykir ekki standa undir væntingum þar sem Jack í sögum Lee Child á að vera um 190 sentimetrar á hæð.

Auglýsing

Cruise hefur leikið þennan ofurtöffara, fyrrum herlögreglumann í tveimur vinsælum myndum á síðustu átta árum: „Jack Reacher” og „Jack Reacher: Never Go Back.” Sú fyrsta halaði inn meira en 200 milljón dollara í kassann, en sú seinni floppaði.

Hæð stjörnunnar var endalaus uppspretta deilna milli aðdáenda Jacks. Í bókunum er Jack alltaf hærri en óvinirnir og þeir skelfast hann vegna hæðar hans. Sumir hafa átt erfitt með að tengja einmitt þetta við Tom.

Auglýsing

„Mér líkaði afskaplega vel að vinna með Cruise,“ segir Lee Child í viðtali við BBC Radio á miðvikudag: „Hann er mjög, mjög almennilegur náungi. Við skemmtum okkur mjög vel. En þegar öllu er á botninn hvolft hafa lesendur rétt fyrir sér. Stærð Reacher er afar, afar mikilvæg og stór hluti þess sem hann er. Hugmyndin er sú að þegar Reacher labbar inn í herbergi verðurðu dálítið skelkaður í þessa fyrstu mínútu. Cruise, með alla sína hæfileika, hafði þetta ekki,“ sagði rithöfundurinn.

Svo biðlaði hann til aðdáenda að þeir sem hefðu verið ósáttir við Tom Cruise að hjálpa sér að finna rétta leikarann fyrir sjónvarpsseríurnar: „Við erum að byrja upp á nýtt og nú ætlum við að reyna að finna þennan fullkomna gaur.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!