KVENNABLAÐIÐ

Biðin á enda: Þriðja konunglega barnið á leiðinni!

Niðurtalningin í Bretlandi er hafin, en Kate Middleton gerir sig nú tilbúna að taka á móti þriðjas barninu með eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins. Á St Mary’s spítalanum í Paddington, London er verið að gera Lindo Wing deildina klára til að taka á móti nýjum prinsi eða prinsessu og hafa vegatálmanir verið settar upp.

Auglýsing

Kensingtonhöll hefur sagt að von sé á barninu í aprílmánuði en gaf ekki út daginn sem barnsins er vænst. Framkvæmdir við spítalann gefa hinsvegar til kynna að nú sé allt að gerast.

Emil Nash, fréttamaður hjá HELLO hefur fylgst með tveimur fæðingum hjónanna: „Ég hef flutt fréttir af fyrrum fæðingum hjá Londo Wing og það hafa verið mjög spennandi tímar, bæði fyrir fjölmiðla og þeim sem hafa áhuga á fjölskyldunni. Georg prins kom eftir nokkra daga og við eyddum mörgum dögum fyrir framan spítalann. Aðdáendur fóru jafnvel að tjalda fyrir utan til að verða fyrstir að sjá barnið.

Þegar Charlotte prinsessa fæddist vissi fólk við hverju var að búast og komu ekki fyrr en Kate var pottþétt farin af stað. Ég fór þangað eftir að hafa fengið ábendingu klukkan 6:30 og barnið var fætt klukkan 9:30. Í lok dags höfðum við séð Georg prins koma að hitta systur sína og síðan kynntu William og Kate hana fyrir heiminum.“

Auglýsing

Segir hún ennfremur: „Útstillingin er svipuð og í síðustu tvö skiptin, en eins og með seinni fæðinguna, verður öllu til tjaldað svo sem minnst ónæði verði fyrir starfsfólkið og sjúklinga. Merkingar verða þar sem fjölmiðlar og almenningur mega vera en enginn má taka frá stæði fyrr en barnið er pottþétt á leiðinni.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!