KVENNABLAÐIÐ

21 atriði sem fólk haldið kvíða vill að þú vitir

Ef þú þekkir einhvern sem þjáist af kvíða hefurðu kannski upplifað streitu, misskilning eða þreytandi atriði í samskiptum ykkar. Ósvöruð skilaboð eru algeng, kannski hættir viðkomandi við mannamót á síðustu stundu. Þér gæti fundist kvíðinn vera algerlega út í hött, en mundu að kvíðinn er mjög raunverulegur þessu fólki. Þeir sem þjást af kvíða vilja koma þessum skilaboðum til ykkar:

Auglýsing
  1. Kvíðinn getur komið hvenær sem er…og þegar hann birtist þarf þolandinn bara eitt frá þér: Stuðning

2. Kvíðasjúklingar eru ekki að hafna þér. Það er stundum erfitt að gera plön og stundum er ótrúlega erfitt bara að taka símtal. Það þýðir ekki að þeir vilji ekki eyða tíma með þér og spjalla – þeir geta það hreinlega ekki.

3. Verið þolinmóð: Kvíðinn birtist ekki endilega eins og ofsahræðsla eða flemsturskast. Stundum birtist hann í formi reiði, óvild eða pirringi.

4. Ekki taka því persónulega þó þolandinn virðist reiður – þetta snýst ekki um þig.

5. Þrátt fyrir að allt leiki í lyndi getur verið að ótti, kvíði og drungi að eitthvað hræðilegt kunni að gerast verið rétt handan við hornið hjá þolandanum

6. Þegar þolandinn er þögull er það ekki endilega vegna þess hann sé leiður, þreyttur eða leiðist. Það er stundum þannig að svo mikið er í gangi í höfðinu á honum að það er erfitt að vera í takt við hina.

7. Kvíði er oft óútskýrður. Þeir sem þjást af kvíða vita ekki alltaf af hverju þeir eru kvíðnir.

8. Fólk sem þjáist af kvíða finnst ótrúlega leiðinlegt að hafna samskiptum við þig – ef það hegðar sér á óútskýranlegan hátt eða segir eitthvað særandi. Það er einungis vegna þess að þegar kvíðinn sækir á verður það hrætt eða ofurliði borið. Þeim finnst líka leiðinlegt að kvíðinn særi þig líka.

9. Þó kvíðasjúklingurinn virðist alltaf einangraður, ekki gefast upp. Hann þarf að vita að þér sé ekki sama og þú viljir ennþá hitta hann. Bara að þú bjóðir honum með skiptir hann mjög miklu.

10. Kvíðinn lætur fólk rannsaka og reyna að finna útskýringu á öllu -ALLTAF. Það getur tekið á.

Auglýsing

11. Fólkið vill ekki að þú reynir að „laga” það sem er að þeim. Þess í stað – elskaðu þau eins og þau eru. Þegar allt kemur til alls eru það gallarnir okkar sem gera okkur að manneskjum.

12. Kvíði er svo sannarlega ekki alltaf sýnilegur. Það koma tímar sem þú veist ekki af því að manneskjan þjáist af kvíða nema hún segi þér frá honum.

13. Ef einhverjum sem þjáist af kvíða finnst óþægilegt að gera einhverja hluti – ekki þrýsta á hann. Að ýta og þröngva honum að gera eitthvað gerir kvíðann alltaf verri. Brostu – og haltu áfram.

14. Að hitta mikið af fólki getur verið erfitt fyrir þann sem þjáist af kvíða. Ekki halda að ef manneskjan segist ekki geta komist sé hún ruddaleg eða löt. Þegar þú þarft á henni að halda verður hún til staðar fyrir þig.

15. Eitt það síðasta sem þolendur þurfa að heyra frá þér er: „Hættu þessu,”eða: „Þú lætur eins og kjáni.”

16. Haltu áfram að bjóða þolendum kvíða að gera hluti með þeim. Kvíðinn er mismikill frá degi til dags og sumir dagar eru bjartari en aðrir. Það kemur að þeim degi að svar þeirra mun koma þér á óvart.

17. Þegar fólk sem þjáist af kvíða segir við þig: „Ég get ekki meira. Ég verð að fara/hætta,” virtu það. Gefðu þeim andrými.

18. Þegar fólk segir að það geti ekki gert eitthvað eru vonbrigðin mest hjá þeim sjálfum

19. Stundum þarf fólk bara að vera eitt. Kvíði er ekki eitthvað sem þú getur hrist af þér með því að gera „eitthvað skemmtilegt”- þetta er ekki það sama og hressa við vin sem var að hætta í sambandi eða var rekinn úr vinnunni. Fólk vill bara vera eitt og slaka á.

20. Þegar þolandi kvíða talar við þig á hann til að fara ofboðslega vel yfir tal sitt, hvað hann segir, í hvaða samhengi, o.s.frv. Hafðu líka hugfast að samtalið getur verið eitthvað sem þolandinn fer yfir, aftur og aftur í höfðinu, stundum jafnvel í mörg ár.

21. Manneskjan sem þjáist af kvíða er ekki kvíðinn sjálfur. Hún er sjálfstæður einstaklingur sem vill bara það sem allir hinir vilja – að vera elskuð skilyrðislaust.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!